Andvari - 01.01.1999, Side 69
kristján árnason
Endurfundir við aprrl-lauf
Um Ijóðskáldið Sigfús Daðason
Það er ekki laust við að mannlífið í miðborg Reykjavíkur hafi orðið koll-
óttara og svipminna eftir að Sigfús Daðason hvarf úr heimi lifenda í árslok
1996 og hætti að fara þar um. Því hann bar utan á sér, hvar sem hann fór,
þann fyrirmannleika, fágun og fránleika andans sem fágætur er hér um
slóðir, þannig að það var jafnvel sem umhverfið fengi á sig heimsborgar-
legri brag þar sem hann átti leið. Hitt er svo annað mál að hann var aldrei
mjög fyrirferðarmikill eða áberandi í þeirri hringekju sem gengur undir
nafninu íslenskt þjóðlíf og var blessunarlega laus við allar þær opinberu
viðurkenningar eða menningarvegtyllur sem hinum og þessum hlotnast og
setja menn í sviðsljós. Enda þurfti hann síst á slíku að halda og var jafnvel
eins og yfir slíkt hafinn, því ljóð hans náðu án alls þess til eyrna einmitt
þeirra er mest láta sig ljóðlist skipta, og í þeim hópi var bóka hans jafnan
beðið með eftirvæntingu, enda voru orð hans, sem hann kvaðst sjálfur
Segja alltaf færri og færri, því marki brennd að falla ekki í gildi heldur að
verða æ áleitnari eftir því sem tímar liðu.
Ljóðabækur Sigfúsar urðu sex talsins og komu út með nokkuð ójöfnu
rciillibili um hálfrar aldar skeið, hin fyrsta sem hét því einfalda nafni Ljóð
árið 1951 (með ljóðum frá 1947-51), þá Hendur og orð 1959, Fá ein Ijóð
1977, Útlínur bakvið minnið 1987, Provence í endursýn 1992 og loks Og
hugleiða steina sem kom út að honum látnum árið 1997. Eins og sjá má af
ofannefndum ártölum, þá spannar skáldferill Sigfúsar síðari helming þess-
arar aldar sem nú er að kveðja, en hann skilur sig mjög greinilega frá hin-
um fyrri sem tími mikilla nýjunga og umskipta á flestum sviðum, ekki síst
Ijóðagerðar, sem hefjast raunar fyrir alvöru í þann mund er Sigfús byrjar að
birta ljóð sín. Því fram á miðja öldina má segja að íslensk Ijóðlist, líkt og ís-
lenskt þjóðfélag, hafi verið eins og lokaður heimur og í litlum takti við það
sem var að gerast annars staðar í heiminum, en hins vegar í beinu fram-
haldi af nítjándu öldinni íslensku. í sjálfu sér var þetta gott og blessað og
eðlilegt meðal þjóðar sem stefndi fram á við í átt til þess að verða óháð
Þjóðríki á grunni nýfengins sjálfstæðis, fjarri þeirri upplausn og ólgu er ríkti