Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 74

Andvari - 01.01.1999, Page 74
72 KRISTJÁN ÁRNASON ANDVARI Það eru því tengsl manna innbyrðis sem koma í stað tengsla við náttúruna eða alheiminn, og það er hér einkar áberandi hve persónufornafnið „við“ kemur mikið við sögu. Raunar tengist það sterklega ofangreindri framtíð- arhyggju þar sem hún skapar óhjákvæmilega samstöðu meðal þeirra sem stefna saman fram á við. En vanti þessa sameiginlegu hugsjón, sem beinist fram í tímann, fær þetta „við“ gjörólíka merkingu, þar sem það koðnar nið- ur og fer að merkja hversdagsmenni eða neyslumenni 20. aldar sem lifa einungis á líðandi stund í samskiptum sem mega kallast „óeiginleg" þar sem allir eru framandi hver öðrum og mest þó sjálfum sér. Þessháttar „við“ birtist eftirminnilega í línunum: Við sátum við borðið við spiluðum whist gömul kona og við hin ungu og töluðum um bíóin og um fólkið á næstu hæð og um prjónaskap Það er ekki furða þó að þetta „við“ geti splundrast í „ég“ og „þú“ sem standa í öllu spenntara sambandi þar sem hið fyrrnefnda verður að horfast í augu við hina raunverulegu einsemd sína, því „þúið“ er utan seilingar, eins og kemur fram oftar en einu sinni í orðum eins og „því ég hefi týnt þér“ eða „já þú ert farin og ég hefi ekki, annað en hlut einn lítinn“ og þá virðist fátt til ráða annað en „að deyja fjarri kyrrum opnum augum“. En þessi augu sem hér eru nefnd, augu „hinna“ hafa tilhneigingu til að verða augu dómenda í samræmi við þá samtímaheimspeki að „helvíti sé hinir“, og kemur það einna skýrast fram í hinu langa ljóði „Sakamanni“ þar sem setningin „tvö dökk augu horfðu á þig“ verður allt að því að viðlagi, og auðheyrt að þessi augu „hinna“ eru býsna áleitin og gefa engin grið. Það má segja að hinn mjög svo tilvistarlegi boðskapur sem hér hefur verið rakinn byggi brú yfir í næstu bók, Hendur og orð, sem kom út átta árum síðar eða árið 1959, en í upphafskvæði hennar er boðað í anda tilvistarsinna að tilvera mannsins mælist ekki á mælikvarða guðs, stjarnanna og eilífðar- innar og líf hans standi „andspænis dauðanum en ekki í skugga dauðans“. En hér hefur fornafnið „við“ breytt nokkuð um mynd þar sem í stað þeirra „okkar“ sem gengu ótrauðir fram á við gegn nýjum tíma og nýju lífi í fyrstu bókinni er hér sem ríki einhverskonar biðstaða og tvær fylkingar standi andspænis hvor annarri og sú skipting nái inn í hjarta mannsins: Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin en orrustan geisar í heitu höfði okkar í miðju hverju landi lýstur fylkingum saman en þar eru þessar fylkingar jafnframt aðgreindar í kúgara og hina kúguðu sem endurspeglast í skiptingu í „vér“ og „við“, hinir fyrrnefndu eru að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.