Andvari - 01.01.1999, Page 77
andvari
ENDURFUNDIR VIÐ APRÍL-LAUF
75
smánin er aum jafnt og dygðin og eymdin sem drambið
Og sú trú á endurnýjun lífsins og nýtt líf sem skáldið lagði upp með í fyrstu
bók sinni verður núna allt að því aðhlátursefni og með upphrópunarmerki
líkt og hver önnur fáránleg firra í lokaljóði bókarinnar sem ber nafnið
„Nýtt líf“:
Nýtt líf! Nýtt líf! Nýtt líf!
Hámarki nær þessi bölmóður þó í hinum svonefndu „bjartsýnisljóðum“ þar
sem skáldið lýsir lífinu sem „eins lúsugs hundkvikindis líki“ og vandar því
ekki kveðjurnar. En sem betur fer er að finna í þessari bók ljóð af allt öðr-
um og raunar andstæðum toga sem eru með því tærasta og meitlaðasta sem
Sigfús hefur gert og þar sem hann gerir sér mat úr litlu er hann lýsir ein-
stökum stundum, sem hann nær að höndla þótt stuttar séu, svo sem þegar
snöggur og skær hlátur heyrist utan úr kvöldinu og varpar „gullnum bjarma
á hryggð og mein“ eða ljósgeisli smýgur út úr glugga og vekur gamlar
minningar, að ekki sé talað um þegar sjálf gleðin, la gioia, kemur án þess
að gera boð á undan sér, „ókunnugleg, langt að komin“ eða þegar „undur
einfaldra orða“ megnar að hrekja burt „þá nótt sem var greni afneitarans“.
En þessar stundir eru strjálar, og því er sú kennd sem verður ofan á í bók-
inni löngunin til „að komast burt,“ eða eins og það heitir í prósaljóði sem
er helgað Artúri Rimbaud:
Að komast burt úr foraðinu, og loftleysinu, og sjálfsánægjunni,
hroka smádjöflanna, siðferðisdýrð þrjótanna
En hvert? Varla getum við lengur fetað í fótspor Rimbauds né farið á þær
slóðir er hann fór á nema í skipulögðum skoðunarferðum, og hætt er við að
fleiri en skáldið láti hér sitja við orðin tóm. í næstu bók er eins og skáldið
hafi kúvent, og í stað þess, eins og í fyrri bókum, að leita fram í tímann eða
út í veröldina í kring leitar það öfuga leið, aftur á bak og inn á við eins og
kemur fram í nafninu Útlínur bakvið minnið. Það er semsagt minnið sem
fer að ráða för og leið þess getur ekki legið nema á einn veg, og við mætum
hér skyndilega einhverju sem kenna mætti við fortíðarþrá, þar sem skáldið
leitast við að endurheimta eða kalla til sín horfna veröld. Þetta kemur fram
1 einkunnarorðunum „Gefðu mjer veröldina aptur, Jónas minn!“ sem er
yfirskrift kvæðis með því hógværa nafni „Veröldin“, og í býsna samþjöpp-
uðum texta, sem samanstendur að miklu leyti af stökum nafnorðum og þar
sem margt er gefið í skyn með vísunum eða hálfkveðnu sem kallar jafnvel á
aftanmálsskýringar, er leitast við að öðlast einhverskonar innsýn inn í sög-
una fremur en yfirsýn yfir hana. Hér er laust við að ríki nein framfaratrú,