Andvari - 01.01.1999, Síða 80
78
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
og skoða hann í krók og kring utanfrá. Og það kemur upp úr kafinu að þó
svo að Kort þessi hafi kunnað skil á ýmsu, hvort heldur voru Les Arlésienn-
es eða guðinn Neptúnn, þá hafði hann, fyrir æsku sakir, vart gert sér grein
fyrir því sem skáldinu hefur lærst með aldrinum, að húðin sé „fullkomnast
skilningarvitanna allra“. Og þó svo að komumaður skynji hér sterkt breyti-
leika hlutanna, finnur hann að brunnurinn á Cours Mirabeau er alltaf jafn
mosavaxinn og, það sem meira er, mosinn er eldgrænn, og það hjálpar hon-
um til að hverfa á brott, genginn í endurnýjun lífdaga, þar sem endursýnin
hefur orðið að sjálfsendurheimt.
Provence í endursýn hefur þá sérstöðu meðal bóka Sigfúsar að mynda sam-
stæða heild, en sama verður ekki sagt um næstu bók hans, Og hugleiða
steina, sem kom út einu ári eftir lát skáldsins í umsjá Þorsteins Þorsteins-
sonar, en þar eru kvæðin sundurleit. En í raun má skipta þeim hér í tvo
meginflokka, eins og í öðrum bókum Sigfúsar, þar sem annars vegar eru
stutt, tær og hnitmiðuð kvæði, en hins vegar lengri kvæði, lausari og
rabbkenndari, en um hvorn tveggja flokkinn má segja að hann beri vitni
um fastari og markvissari tök skáldsins á list sinni. Því fyrrnefndu kvæðin
eru gædd slíkum tærleika að það á við um þau sem sagt er um myndir
Mondrians að þær séu „fagurhreinar“. Og vart verður komist lengra í því að
segja mikið með fáum orðum en í kvæðinu um „lakaníseringu“ Jónasar Hall-
grímssonar þar sem greinarmerkin gegna talsverðu hlutverki, og ekki víst að
öllum bókmenntafræðingum líki það hvernig skáldið leikur þar átrúnaðar-
goð þeirra Jacques Lacan og fræði hans með upphrópunarmerki að vopni:
Lakanísera.
Lakanísera!
Lakanísera hann Jónas!
Við skulum því vona að Sigfús sjálfur verði seint lakaníseraður.
En að efni til tengjast þessi kvæði yfirleitt kvæðum fyrri bóka, og þannig
er t.d. kvæðið um Marseille í upphafi nátengt ferðalagi skáldsins aftur í
tímann til Provence, og í kvæðinu um hinn dularfulla herra Krebs sem
hafði að einkunnarorðum að lifa jaðarlífi (marginalisé) eða jafnvel háska-
lífi (periculosamente) þykjumst við þekkja aftur Kort Kortsson með öllum
sínum skringilegheitum sem skáldið er nú þess umkomið að kíma að góð-
látlega, og sögulegir einstaklingar eins og Erasmus og Konráð Gíslason eru
skoðaðir í ljósi ákveðins tvíveðrungs eða tvískinnungs, þar sem orð og
gerðir fara ekki vel saman, og birta okkur þannig tvísýnu sögunnar, hinn
fyrrnefndi með tvíbentri afstöðu sinni til siðaskiptanna og hinn síðarnefndi
í glannalegum yfirlýsingum sínum um að komast „suður yfir Mundíafjöll"
og „færast alltaf fjær og fjær“, þótt hann hljóti að enda á sínum gamla stað í