Andvari - 01.01.1999, Page 81
andvari
ENDURFUNDIR VIÐ APRÍL-LAUF
79
Höfn í leit að „orði sem kynni að ná yfir alla veröldina“. Hér er sem sé tek-
inn upp þráðurinn frá Fám einum Ijóðum, þar sem löngunin til að „komast
burt“ var nefnd sem „dýpsta hvöt manna“, en hér sjáum við þessa frum-
hvöt í allt öðru og spaugilegra Ijósi.
Samanburður þessara ljóða sýnir betur en nokkuð annað þá þróun sem
hefur orðið hjá Sigfúsi í átt til kíminnar mildi, því nú er það fjarri honum
að bölsótast eins og henti hann um miðbik skáldferils síns heldur á hann
hér jafnvel til að þakka Guði alla smágreiðana við sig sem hann telur upp
nokkra og yrðu trúlega enn fleiri ef betur væri að gáð. En þar lætur hann
ógetið um þá gjöf sem vegur þyngst allra, skáldgáfuna, en gerir það að vísu
á öðrum stað óbeint með því að nota sem einkunnarorð hin fleygu orð
Goethes úr Tasso að einhver guð hafi gefið honum það að segja kvöl sína,
þegar aðrir missa málið. Vissulega kann þessi guðsgjöf oft að virðast
hermdargjöf, því glíman við orðin er ekki alltaf tekin út með sældinni, þótt
gáfan sé til staðar, en hins vegar hljóta lesendur Sigfúsar að vera þessum
„milda guði“, sem einn forfaðir okkar nefndi „Míms vin“, þakklátir og ekki
síður því skáldi sem svo vel hefur kunnað að fara með hans gjafir. Því Sig-
fús hefur ekki einungis verið í sókn að því leyti að hann hefur náð sífellt
betri tökum á list sinni, eins og síðasta bók hans ber vitni um, heldur hefur
hann stefnt í átt til meiri birtu og heiðríkju, og í stað þess að ferðast aðeins
frá vori inn í haustmyrkur eins og hendir suma hefur hann farið alla leiðina
frá vori til vors eins og lýst er í kvæðinu er síðustu bók hans lýkur með:
Ferðaðist þá loksins
langsóttan
óvissan veg.
Og til þess aðeins
að fá að hitta á ný
alskínandi
apríl-lauf.