Andvari - 01.01.1999, Page 83
andvari
GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS
81
Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Valið helgast af því að Jón og Jónas voru mest
áberandi stjórnmálamenn íslands á þriðja áratugnum og í svörum þeirra birt-
ust þær hugmyndafræðilegu átakalínur sem mótuðu hvað mest átökin í ís-
lenskum stjórnmálum á árunum á milli stríða, en það var togstreita sam-
vinnuhugsjónar og einkaframtaks. Skoðanir þeirra Jóns Þorlákssonar og
Jónasar frá Hriflu eru líka athyglisverðar fyrir þá sök að báðir voru þeir
pólitískir hugsjónamenn er litu á stjórnmál sem annað og meira en skæklatog
hagsmunahópa eða framapot einstaklinga. Báðir áttu þeir sinn þátt í að móta
opinbera stefnu flokka sinna, og áttu þeir sennilega stærri þátt en aðrir í að
skilgreina flokkapólitíkina við lok sjálfstæðisbaráttunnar og upphaf fullvalda
ríkis á íslandi. Þeir áttu það líka sameiginlegt að þótt báðir veldust til forystu
1 flokkum sínum og kæmust í lykilstöður í ríkisstjórnum á þriðja áratugnum,
þá var dvöl þeirra á hátindi valdanna fremur stutt - Jón dró sig að mestu í
hlé úr landsmálapólitíkinni í kjölfar þess að hann varð borgarstjóri í Reykja-
vík árið 1933 og Jónasi var smám saman ýtt út úr forystusveit Framsóknar-
flokksins eftir að þátttöku hans í samsteypustjórn með Alþýðuflokki, Stjórn
hinna vinnandi stétta, var hafnað árið 1934.4 Árið 1926 var valdasól þeirra
heggja hins vegar nálægt hádegi, en um mitt það ár settist Jón Þorláksson í
forsæti ríkisstjórnar íhaldsflokksins að Jóni Magnússyni látnum og árið eftir
varð kotbóndasonurinn frá Hriflu ráðherra dóms- og menntamála og að
mörgu leyti valdamesti maðurinn í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar. Saman-
burður á skoðunum þeirra og greining á þeim stjórnmálahugsjónum sem þeir
börðust fyrir er lykill að skilningi á stjórnmálum nýrra tíma á íslandi og um
leið nauðsynlegur bakgrunnur að sögu íslenskrar flokkaskipunar.
Kyrrstöðuþrá og framsóknarlöngun
Eimreiðargreinar þeirra Jóns Þorlákssonar og Jónasar Jónssonar ganga
báðar út frá þeirri staðreynd að íslenskt flokkakerfi var í bernsku upp úr
miðjum þriðja áratugi aldarinnar. „Flokkaskifting í þjóðmálum er svo ný
hér á landi,“ segir Jón í upphafi greinar sinnar, „að fjöldi manna hefur ekki
enn þá áttað sig á réttmæti hennar eða nauðsyn." Vísar hann þar til land-
*®grar andúðar íslendinga á flokkadráttum, en mitt í sjálfstæðisbaráttunni
fannst mörgum sem órofa samstaða þjóðarinnar væri það pólitíska ástand
Sem stefnt skyldi að. Báðir vildu þeir leiðbeina lesendum sínum um það
sem Jón nefndi „heilbrigða“ en Jónas „eðlilega“ skipan í stjórnmálaflokka,
bótt nokkuð bæri á milli í skoðunum þeirra á því hver grundvöllur hennar
skyldi vera.
Greining Jónasar frá Hriflu á grundvelli íslenskra stjórnmála var í takt