Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 83

Andvari - 01.01.1999, Page 83
andvari GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS 81 Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Valið helgast af því að Jón og Jónas voru mest áberandi stjórnmálamenn íslands á þriðja áratugnum og í svörum þeirra birt- ust þær hugmyndafræðilegu átakalínur sem mótuðu hvað mest átökin í ís- lenskum stjórnmálum á árunum á milli stríða, en það var togstreita sam- vinnuhugsjónar og einkaframtaks. Skoðanir þeirra Jóns Þorlákssonar og Jónasar frá Hriflu eru líka athyglisverðar fyrir þá sök að báðir voru þeir pólitískir hugsjónamenn er litu á stjórnmál sem annað og meira en skæklatog hagsmunahópa eða framapot einstaklinga. Báðir áttu þeir sinn þátt í að móta opinbera stefnu flokka sinna, og áttu þeir sennilega stærri þátt en aðrir í að skilgreina flokkapólitíkina við lok sjálfstæðisbaráttunnar og upphaf fullvalda ríkis á íslandi. Þeir áttu það líka sameiginlegt að þótt báðir veldust til forystu 1 flokkum sínum og kæmust í lykilstöður í ríkisstjórnum á þriðja áratugnum, þá var dvöl þeirra á hátindi valdanna fremur stutt - Jón dró sig að mestu í hlé úr landsmálapólitíkinni í kjölfar þess að hann varð borgarstjóri í Reykja- vík árið 1933 og Jónasi var smám saman ýtt út úr forystusveit Framsóknar- flokksins eftir að þátttöku hans í samsteypustjórn með Alþýðuflokki, Stjórn hinna vinnandi stétta, var hafnað árið 1934.4 Árið 1926 var valdasól þeirra heggja hins vegar nálægt hádegi, en um mitt það ár settist Jón Þorláksson í forsæti ríkisstjórnar íhaldsflokksins að Jóni Magnússyni látnum og árið eftir varð kotbóndasonurinn frá Hriflu ráðherra dóms- og menntamála og að mörgu leyti valdamesti maðurinn í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar. Saman- burður á skoðunum þeirra og greining á þeim stjórnmálahugsjónum sem þeir börðust fyrir er lykill að skilningi á stjórnmálum nýrra tíma á íslandi og um leið nauðsynlegur bakgrunnur að sögu íslenskrar flokkaskipunar. Kyrrstöðuþrá og framsóknarlöngun Eimreiðargreinar þeirra Jóns Þorlákssonar og Jónasar Jónssonar ganga báðar út frá þeirri staðreynd að íslenskt flokkakerfi var í bernsku upp úr miðjum þriðja áratugi aldarinnar. „Flokkaskifting í þjóðmálum er svo ný hér á landi,“ segir Jón í upphafi greinar sinnar, „að fjöldi manna hefur ekki enn þá áttað sig á réttmæti hennar eða nauðsyn." Vísar hann þar til land- *®grar andúðar íslendinga á flokkadráttum, en mitt í sjálfstæðisbaráttunni fannst mörgum sem órofa samstaða þjóðarinnar væri það pólitíska ástand Sem stefnt skyldi að. Báðir vildu þeir leiðbeina lesendum sínum um það sem Jón nefndi „heilbrigða“ en Jónas „eðlilega“ skipan í stjórnmálaflokka, bótt nokkuð bæri á milli í skoðunum þeirra á því hver grundvöllur hennar skyldi vera. Greining Jónasar frá Hriflu á grundvelli íslenskra stjórnmála var í takt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.