Andvari - 01.01.1999, Side 86
84
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
ANDVARI
kerfi átaka, þar sem annars vegar áttust við íhaldssemi og breytingagirni -
eða umrót eins og hann nefndi það - og hins vegar frjálslyndi og stjórnlyndi.
Fyrra atriðið skýrir Jón þannig að þegar íhaldsmaður stendur frammi fyrir
vandamáli spyr hann sig: „Hvað hefur reynst vel á þessu sviði hingað til? Pað,
sem vel hefur reynst, viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum varðveita það.
Vér viljum ekki breyta tiL, nema oss þyki sýnt, að nýjungin sé betri.“ Olíkt
íhaldsmönnum líta umrótsmenn fyrst og fremst á galla hins gamla kerfis og
vilja það burt. Þennan mismun á lundarfari manna taldi Jón aðra aðalrót
flokkaskiptingar í þjóðmálum. Síðara atriðið tengdist frelsi einstaklinganna til
athafna. Frjálslyndir stjórnmálamenn halda „því fram, að hver einstaklingur
eigi að vera sem frjálsastur sinna athafna innan þeirra takmarka, sem lögin
setja til varnaðar gegn því, að einstaklingarnir vinni hver öðrum eða fé-
lagsheildinni tjón.“ Andstæðingar þessarar grundvallarhugsjónar frjálslyndis-
stefnunnar „eru þeir menn, sem vilja láta félagsheildina eða ríkisvaldið setja
sem fylstar reglur um starfsemi einstaklinganna, banna margt, leyfa fátt og
skipulagsbinda alt. . . . Þeir halda sig geta beint átökum einstaklinganna í
rétta átt með því að gefa nógu ýtarleg lagaboð og reglur um starfsemi þeirra
. . .“ Þrátt fyrir góðan vilja kann slíkt stjórnlyndi ekki góðri lukku að stýra
segir Jón, af því að með því að „hneppa framtakssemi [dugnaðarmannsins] í
viðjar einhvers skipulags“ færist „frost kyrstöðunnar . . . yfir þjóðlífið.“
Markmið stjórnlyndisins getur því verið göfugt í einhverjum skilningi, þ. e. a.
s. að bæta kjör þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, en Jón svarar þeim
sem boða umbætur í slíkum anda, með því að þeir gleymi því „að skuggamir
á tilveru meðalmannsins verða að minsta kosti ekki bjartari fyrir því, þó að
sólskinsblettunum sé burtu rýmt úr þjóðfélaginu.“12
Frjálslyndi
Umrót
íhald
Stjómlyndi
Átakalínur í íslenskum stjórnmálum samkvæmt hugmyndum Jóns Þorlákssonar.