Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 87

Andvari - 01.01.1999, Síða 87
andvari GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS 85 Greining Jóns Þorlákssonar er að mörgu leyti afar snjöll, og þá ekki síst sú kenning hans að íhaldssemi og frjálslyndi séu alls ekki í eðli sínu and- stæðar stefnur í stjórnmálum. Hún lýsir einnig vel hvernig hann staðsetti sjálfan sig í hinu pólitíska litrófi á mörkum frjálslyndis og íhaldssemi, og um leið hvernig hann sá fyrir sér stefnu síns eigin flokks. Gagnrýni hans á stéttagrunn stjórnmálanna er líka að nokkru leyti réttmæt, þar sem erfitt er að skýra stjórnmálahegðun stórs hluta íslendinga með tilvísun í stéttar- stöðu þeirra eða stéttarhagsmuni. Sem dæmi má nefna að erfitt er að skýra stuðning bænda við íhalds- og Sjálfstæðisflokk annars vegar og Framsókn- arflokk hins vegar út frá efnahagslegri stöðu þeirra - þar virðast hefðir, persónufylgi einstakra frambjóðenda og staðbundinn styrkur samvinnu- hreyfingarinnar hafa skipt mestu máli.13 Eins hafa „afturhaldsflokkarnir“ tæplega sótt gríðarlegt fylgi sitt í Reykjavík á forystuárum Jóns Þorláksson- ar til eigna- og embættismanna fyrst og fremst, þar sem þær stéttir, sem eðli sínu samkvæmt voru fremur fámennar, gátu ekki lagt flokkunum til marga kjósendur.14 f raun er greining hans samt nánast ónothæf til að lýsa stjórn- málaástandi íslands á árunum á milli stríða. í fyrsta lagi er mjög erfitt að finna mörgum af helstu áhrifamönnum í pólitík þessara ára stað í mynstri Jóns Þorlákssonar. Besta dæmið um það er sennilega sjálfur Jónas frá Hriflu, en hugtakakerfi hans fylgdi allt öðrum brautum en hin tvívíða mynd Jóns Þorlákssonar gerði ráð fyrir. í öðru lagi var enginn flokkur millistríðs- áranna það einsleitur að hægt væri að fanga hann í greiningarnet Jóns, nema vera skyldi Kommúnistaflokkurinn. Þetta átti ekki síst við þá flokka sem Jón veitti sjálfur forystu, þ. e. íhalds- og Sjálfstæðisflokkinn. Enda þótt hann hafi gegnt lykilhlutverki í stofnun þeirra beggja fór því fjarri að þeir hafi ávallt staðið einhuga að baki frjálslyndri íhaldsstefnu hans. Staðreynd- ln er sú að þrátt fyrir skýrar grunnhugsjónir frumkvöðlanna í íslenskum nú- tímastjórnmálum hafa íslenskir stjórnmálaflokkar sjaldnast fylgt fastmót- aðri hugmyndafræði í starfi sínu og stefnumótun. Flokkaskipting á íslandi hefur ávallt byggst á flóknu samspili pólitískra hugmynda og hagsmuna, og því má segja að þeir Jón og Jónas hafi báðir haft rétt fyrir sér í greiningu sinni á „eðlilegri“ myndun stjórnmálaflokka, þótt þeir hefðu afar ólíkar hugmyndir um hana. Samvinna eða samkeppni Jónas Jónsson frá Hriflu bauð sig fyrst fram til þings á lista Framsóknar- flokksins við landskjör sumarið 1922.15 Af því tilefni birti hann mjög ítar- iega stefnuskrá sína í löngum greinaflokki sem birtist neðanmáls í Tímanum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.