Andvari - 01.01.1999, Síða 87
andvari
GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS
85
Greining Jóns Þorlákssonar er að mörgu leyti afar snjöll, og þá ekki síst
sú kenning hans að íhaldssemi og frjálslyndi séu alls ekki í eðli sínu and-
stæðar stefnur í stjórnmálum. Hún lýsir einnig vel hvernig hann staðsetti
sjálfan sig í hinu pólitíska litrófi á mörkum frjálslyndis og íhaldssemi, og
um leið hvernig hann sá fyrir sér stefnu síns eigin flokks. Gagnrýni hans á
stéttagrunn stjórnmálanna er líka að nokkru leyti réttmæt, þar sem erfitt er
að skýra stjórnmálahegðun stórs hluta íslendinga með tilvísun í stéttar-
stöðu þeirra eða stéttarhagsmuni. Sem dæmi má nefna að erfitt er að skýra
stuðning bænda við íhalds- og Sjálfstæðisflokk annars vegar og Framsókn-
arflokk hins vegar út frá efnahagslegri stöðu þeirra - þar virðast hefðir,
persónufylgi einstakra frambjóðenda og staðbundinn styrkur samvinnu-
hreyfingarinnar hafa skipt mestu máli.13 Eins hafa „afturhaldsflokkarnir“
tæplega sótt gríðarlegt fylgi sitt í Reykjavík á forystuárum Jóns Þorláksson-
ar til eigna- og embættismanna fyrst og fremst, þar sem þær stéttir, sem eðli
sínu samkvæmt voru fremur fámennar, gátu ekki lagt flokkunum til marga
kjósendur.14 f raun er greining hans samt nánast ónothæf til að lýsa stjórn-
málaástandi íslands á árunum á milli stríða. í fyrsta lagi er mjög erfitt að
finna mörgum af helstu áhrifamönnum í pólitík þessara ára stað í mynstri
Jóns Þorlákssonar. Besta dæmið um það er sennilega sjálfur Jónas frá
Hriflu, en hugtakakerfi hans fylgdi allt öðrum brautum en hin tvívíða mynd
Jóns Þorlákssonar gerði ráð fyrir. í öðru lagi var enginn flokkur millistríðs-
áranna það einsleitur að hægt væri að fanga hann í greiningarnet Jóns,
nema vera skyldi Kommúnistaflokkurinn. Þetta átti ekki síst við þá flokka
sem Jón veitti sjálfur forystu, þ. e. íhalds- og Sjálfstæðisflokkinn. Enda þótt
hann hafi gegnt lykilhlutverki í stofnun þeirra beggja fór því fjarri að þeir
hafi ávallt staðið einhuga að baki frjálslyndri íhaldsstefnu hans. Staðreynd-
ln er sú að þrátt fyrir skýrar grunnhugsjónir frumkvöðlanna í íslenskum nú-
tímastjórnmálum hafa íslenskir stjórnmálaflokkar sjaldnast fylgt fastmót-
aðri hugmyndafræði í starfi sínu og stefnumótun. Flokkaskipting á íslandi
hefur ávallt byggst á flóknu samspili pólitískra hugmynda og hagsmuna, og
því má segja að þeir Jón og Jónas hafi báðir haft rétt fyrir sér í greiningu
sinni á „eðlilegri“ myndun stjórnmálaflokka, þótt þeir hefðu afar ólíkar
hugmyndir um hana.
Samvinna eða samkeppni
Jónas Jónsson frá Hriflu bauð sig fyrst fram til þings á lista Framsóknar-
flokksins við landskjör sumarið 1922.15 Af því tilefni birti hann mjög ítar-
iega stefnuskrá sína í löngum greinaflokki sem birtist neðanmáls í Tímanum