Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 97

Andvari - 01.01.1999, Page 97
ANDVARI GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS 95 að styrkja útflutning á kjöti sem ekki seldist á innanlandsmarkaði. í öðru lagi fór mjólkurmarkaðurinn í Reykjavík ört vaxandi með stækkun bæjar- ins og bættum samgöngum á fyrstu áratugum aldarinnar. Ógnaði þessi þró- un jafnvægi í framleiðslu og verðlagi mjólkur í landinu, bæði vegna þess að nálægð við markað hafði sífellt meiri áhrif á tekjumöguleika bænda og að nú sköpuðust nýir möguleikar fyrir stórbú í landbúnaði, sem síðan kippti starfsgrundvellinum undan smærri búum.57 Yfirlýst markmið laga um sölu mjólkur og mjólkurvara var annars vegar að draga úr milliliðakostnaði við mjólkurdreifinguna, sem koma átti bæði neytendum og framleiðendum til góða, með því að fækka útsölustöðum og binda hana við eina sölumiðstöð á hverju sölusvæði, og hins vegar að jafna verð til bænda með stýringu verðs og álagningu verðjöfnunargjalds á neyslumjólk sem nota átti til að styrkja framleiðslu unninna mjólkurvara úr þeirri mjólk sem ekki var hægt að flytja beint á markað.58 Á þennan hátt var bundinn endi á þá „óreiðu á sölunni“ sem ýmsir töldu að ríkti í Reykjavík eða það „að framleiðend- urnir troði skóinn hver niður af öðrum“,59 jafnframt því að neytendum neyslumjólkur var gert að auðvelda þeim mjólkurframleiðendum sem ekki nutu nálægðar við stærri markaðssvæði að breyta framleiðslu sinni í seljan- lega vöru. Með þessum tvennum lögum voru því helstu afurðir bænda undanþegnar áhrifum framboðs og eftirspurnar, og þar með var þeim kippt út af hinum frjálsa markaði.60 Hér verður ekki lagt mat á það hvort þessi lagasetning varð bændum eða landsmönnum almennt til hagsbóta eða ekki, en um það eru skoðanir skiptar - sumir hafa látið þess getið að lagasetningin hafi „komið bæði neytendum og framleiðendum til góða“,61 en aðrir hafa rakið hátt verð landbúnaðarvara á íslandi nú á tímum og lök kjör bænda til skorts á „að- haldi hins frjálsa markaðar“ í landbúnaði.62 Það er þó ljóst af setningu þess- ara laga að árið 1934 var mikill meirihluti þingmanna þeirrar skoðunar að sjálfvirk vél hins frjálsa markaðar ætti ekki við í íslenskum landbúnaði. Meðal stuðningsmanna frumvarpsins var stór hluti þingmanna Sjálfstæðis- flokksins með nýkjörinn formann hans, Ólaf Thors, í broddi fylkingar.63 >,Það er . . . mesti misskilningur hjá hæstv. forsrh., þegar hann talar um, að Sjálfstfl. í heild sé eitthvað andstæður þessu máli“, sagði t. d. Magnús Guð- mundsson, þingmaður Skagfirðinga og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um kjötsölulögin. Mér „virðist," hélt hann áfram, „að hér hafi staðið þannig á, að það þyrfti að gera ráðstafanir til þess, að kjötverð yrði ekki lægra en svo, að bændur mættu við una. . . . Það væri undarlegt, ef Sjálfstfl., sem telur meðal sinna kjósenda meira en helm- wg allra bænda, vildi skóinn niður af þeim.“64 Flokkurinn skiptist þó í and- stæðar fylkingar í þessu máli, þar sem þéttbýlisþingmenn hans voru yfirleitt andsnúnir því á meðan sveitaþingmennirnir studdu það eindregið.65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.