Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 98
96 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI Eins og við var að búast snerist Jón Þorláksson, sem látið hafði af þing- mennsku fyrir kosningarnar 1934 og formennsku í Sjálfstæðisflokknum skömmu áður en afurðasölulögin komu til afgreiðslu á Alþingi, öndverður gegn frumvarpinu um skipulagningu mjólkursölu. Sem borgarstjóri Reykjavíkur varði hann hagsmuni neytenda í höfuðborginni, þótt af mál- flutningi hans í borgarstjórn megi ráða að afstaða hans til málsins hafi ráð- ist fremur af hagsmunum mjólkurframleiðenda innan borgarmarkanna en skilyrðislausri vörn fyrir markaðsfrelsi.66 Hann hafði áður gert slæma stöðu landbúnaðar og lágt verð landbúnaðarvara í útflutningi að umtalsefni, en þá vildi hann helst leysa vandamál þessa annars af tveimur mikilvægustu atvinnuvegum þjóðarinnar með aukningu „framleiðslunnar með bættum vinnubrögðum, byggðum á skynsamlegri aukningu stofnfjármunanna“ og með því að tengja landbúnaðarsvæðin við markaðinn í Reykjavík með járnbrautum.67 Sú lausn á vanda landbúnaðarins féll vitanlega betur að lífs- sýn Jóns Þorlákssonar en miðstýrt kerfi verðlagningar og höft á frjálsri sölu mjólkur og sláturafurða. En hvað má þá ráða af tvíbentri afstöðu Sjálfstæðisflokksins til afurða- sölu landbúnaðarvara? í fyrsta lagi er greinilegt að meirihluti þingmanna flokksins var reiðubúinn að fórna hugsjóninni um hinn frjálsa markað þeg- ar hún þótti ógna hagsmunum kjósendanna. Það sem vekur þó sérstaka at- hygli í þessum efnum er hversu lítið stuðningsmenn markaðsfrelsis höfðu sig frammi í þingumræðum, en í stað þess að ræða kosti og galla mark- aðsbúskapar í landbúnaði var mestu púðri eytt í tæknilegar útfærslur kerf- isins og hagsmunagæslu einstakra kjördæma.68 í öðru lagi sýnir stuðningur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins við skipulagningu á sölu land- búnaðarvara að stuðningur flokksins við frelsi markaðarins var ekki jafn eindreginn og fyrsti formaður hans vildi. í þessu einstaka en þó mikilvæga máli gekk hluti flokksmanna í berhögg við þá skilgreiningu á hugsjónum hins frjálslynda íhaldsflokks sem Jón Þorláksson hafði sett fram í ræðum sínum og ritgerðum á þriðja áratugnum. Má af því ráða að ekki hafi ríkt full málefnaleg samstaða um stefnu hans á fyrstu árum kreppunnar. And- stæðingar Jóns í pólitík hafa lengi gert því skóna að hann hafi horfið úr pólitík „kalinn á hjarta“, eða að hann hafi séð sér þann kost vænstan að hverfa úr þingflokknum þegar „nýir menn og nýir siðir [ruddu] sér til rúms í flokknum.“69 Jón vísaði slíkum orðrómi ákveðið til föðurhúsanna og kenndi heilsuleysi sínu og önnum í starfi sem borgarstjóri um hvarf sitt úr landsmálapólitíkinni.70 Engar heimildir benda til þess að þar hafi Jón talað gegn betri vitund, enda lést hann aðeins 58 ára að aldri í mars árið 1935. Hver sem ástæðan var fyrir hvarfi Jóns Þorlákssonar úr landsmálapólitík- inni vorið 1934 er ljóst að um miðjan fjórða áratuginn var trúin á frjálsa samkeppni alls ekki sú kjölfesta í stefnumótun Sjálfstæðisflokksins sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.