Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 108

Andvari - 01.01.1999, Page 108
106 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI fenginn að merkingu þess. Þvert á móti hefur skilningur okkar á því orðið til í rás tímans, m.a. með hliðsjón af þeim bókmenntastefnum sem komu síðar fram, svo sem raunsæisstefnu, nýrómantík, expressjónisma, súrreal- isma, atómskáldskap og furðuraunsæi. Það má t.d. gera því skóna að Sig- urður Nordal hafi fremur verið að leggja áherslu á það hve ólíkur Halldór Laxness var hefðbundnum raunsæishöfundum fjórða áratugarins en benda á skyldleika hans við Benedikt Gröndal þegar hann kallaði hann «róm- antískt skáld». í þessu samhengi ber einnig að gæta þess að sýn okkar til einstakra skálda er undirorpin stöðugum breytingum. Um leið og við berumst áfram með straumi tímans drögum við þau skáld fyrri alda á eftir okkur sem við viljum síst vera án; túlkum þau á nýjan leik og reynum jafnvel að fella þau inn í bókmenntakerfi okkar eigin samtíma. Á þann hátt kunna augu okkar um síðir að opnast fyrir snemmbornum módernisma í ljóðagerð Jónasar Hallgrímssonar eða meira að segja póstmódernisma, svo að vitnað sé í grein Dagnýjar Kristjánsdóttur um þetta góðskáld 19. aldar.12 Einnig undir þeim hugtökum lendir Jónas í félagsskap velmetinna tískuhöfunda 20. ald- ar, Halldórs Laxness og Thors Vilhjálmssonar. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að þáttur ritskýrandans í túlkunarferlinu verður seint ofmetinn, að bókmenntasagan er ekki bara hlutlæg og óumbreytanleg lýsing á ein- stökum rithöfundum, samtíð þeirra og skáldverkum, heldur snýst hún ekki síður um þá sem lesa og túlka bókmenntirnar hverju sinni, forsendur þeirra og áhugamál. Til þess að öðlast nokkurn skilning á hugtakinu «rómantík» virðist því nauðsynlegt að rekja þræði þess í bókmenntasögunni. Nú á dög- um er meginuppistaðan að minnsta kosti þríþætt. 2. Þrír þættir rómantíkur í fyrsta lagi hafa menn komið sér saman um að láta hugtakið rómantík standa fyrir ákveðin hugmyndaleg og formleg einkenni í skáldskap, svo sem miðaldadýrkun, einstaklingshyggju, háleitar og tilfinningaríkar nátt- úrulýsingar, vegsömun óhefts ímyndunarafls og mynd- og táknrænan stíl. Á síðustu áratugum hafa margir stuðst við ýtarlega greiningu bandaríska bók- menntafræðingsins René Welleks á evrópskum skáldskap frá fyrri hluta 19. aldar,13 en íslenskir fræðimenn hafa líka lagt á djúpið og tínt til ýmis atriði sem eiga að auðkenna íslenska rómantík sérstaklega. Hér má minna á greinargerð Eysteins Sigurðssonar í bók hans um Bólu-Hjálmar, þar sem afstaða skálda til fornaldardýrkunar, ættjarðarástar, frelsiskrafna og feg- urðardýrkunar ræður úrslitum um það hvort þau eru talin rómantísk eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.