Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 115
andvari
HVAÐ ER RÓMANTÍK?
113
gríms Thorsteinssonar frá 1871, þ.e. ellefu árum fyrir daga Verðandi. Þar
segist hann hvorki vilja né kunna lengur «að rómanticera yfir þetta land, -
það er löngu í mínum huga búið að týna skarti sínu og skírnarklæði, aum-
inginn».35 Að dómi Benedikts Gröndals varð þetta viðhorf til að gefa orð-
lnu rómantík yfirbragð skammaryrðis.
Ef litið er til þeirrar faglegu umræða um rómantík sem fram fór á íslandi
undir lok síðustu aldar, þá má sjá þar sterka tilhneigingu til að tengja hana
þýskum bókmenntum frá byrjun aldarinnar. Það gerir t.d. Benedikt Grön-
dal í hinum langa bókmenntafyrirlestri sínum, «Um skáldskap» frá 1888,
þar sem náttúruheimspeki Schellings er talin einn af kjarnaþáttum hins
rómantíska skáldaskóla. Þessi hugmynd var að sönnu vel kunn hér á landi
fyrir þennan tíma, kom t.d. strax fram í skrifum Gríms Thomsens frá
fimmta áratugnum. í inngangi sínum að Friðþjófssögu Tegnérs frá 1866
taldi Matthías Jochumsson einnig að rómantíkin ætti enn «óðal sitt» meðal
Ejóðverja og benti á að skáldskapur Oehlenschlágers, Ingemanns og
Grundtvigs væri «óneitanlega sannari, hraustlegri og kjarnameiri, enn
margt í inum svo nefnda rómantíska skáldskap», þótt honum kippti að vísu
1 sama kynið.36 Þessi dönsku skáld voru sem sagt ekki að öllu leyti róman-
Esk að dómi höfundarins, - og var það að sönnu talið þeim til tekna.
Neikvætt viðhorf Matthíasar til (þýskrar) rómantíkur byggðist að hluta
«1 á þjóðernislegum hugmyndum. Þetta kemur vel í Ijós þegar hann talar
Um hina «betri þjóðlegu stefnu þessa anda» (xvi). Að hluta til grundvallað-
lst það hins vegar á svipuðu andófi gegn hugsunarlausri miðaldadýrkun og
fram kemur hjá Heine, en að dómi Matthíasar hafði þessi dýrkun «marg-
víslega skekkt og truflað þjóðernisanda manna, og stundum hleypt kyrking
1 hugsmíðaafl þeirra» (x). Ein og sér sýnir þessi greinargerð Matthíasar frá
1866 að íslenskir rithöfundar þess tíma voru alls ekki ómeðvitaðir um róm-
antíkina eða ógagnrýnir á hana, og mættu íslenskir bókmenntafræðingar
vera þess minnugir.
4. Hin órómantíska rómantík íslendinga
1 Ijósi þess skilnings á rómantíkinni sem mótaðist undir lok síðustu aldar, lá
beint við að álykta sem Gestur Pálsson árið 1883 að sem stefna hefði hún
a*drei komið hingað til lands, a.m.k. ekki í sinni skörpustu mynd.37 Þar
hafði hann að öllum líkindum í huga hina þýskættuðu rómantík. Sama ár
staðhæfði félagi Gests, Hannes Hafstein, einnig að uppáhaldsskáld sitt,
Jónas Hallgrímsson, hefði ekki «hið rómantiska flug» Bjarna Thorarensens.
Jónas væri þvert á móti «í sínu innsta eðli náttúruskáld (natúralisti)»?&