Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 116

Andvari - 01.01.1999, Page 116
114 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Þessi hugtakanotkun er gott dæmi um það hvernig menn hafa reynt að inn- lima góðskáld fyrri alda í bókmenntakerfi eigin samtíma, en hér greip Hannes augljóslega til hugtaks sem lærimeistarinn Georg Brandes hafði haft nokkrum árum fyrr (1877) um ensku skáldin Wordsworth, Shelley, Byron og Scott (Den engelske naturalisme) sem hann kunni mun betur að meta en hina óraunsæju þýsku rómantíkera. Sjálfum þótti Hannesi Haf- stein líka verulegt óbragð að þýskri rómantík, og hefur sjálfsagt ekki viljað bendla Jónas við hana. Hann sparaði hugtakið hins vegar ekki við sig á fundi um íslenskar bókmenntir árið 1883, þegar hann lýsti «höfuðsyndum» Steingríms Thorsteinssonar sem skálds, m.a. þeirri að «allt væri «klætt í ljómandi rómantík» frá Þýzkalandi».39 Þrátt fyrir að hugtakið rómantík hefði óneitanlega allþrönga merkingu undir lok síðustu aldar byrjuðu bókmenntamenn þess tíma engu að síður að nota það til að lýsa afmörkuðu tímabili í íslenskum bókmenntum. Það sýnir að Islendingar fylgdust grannt með bókmenntasöguritun nágranna- landanna þar sem hugtakið vann nú stöðugt á sem heiti á stefnu og tíma- bili. Elsta þekkta ritmálsdæmi þessa er í Ágripi af bókmenntasögu íslands eftir Finn Jónsson frá 1892, en það rit þótt smátt sé markar verulega stefnu- breytingu frá bókmenntasögulegu yfirliti Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili frá 1881 þar sem algjörlega var sneitt hjá hugtakinu rómantík.40 Hér er einnig ástæða til að geta íslenskrar bókmenntasögu Austurríkismannsins J.C. Poestions frá 1897, því að hún byggir um margt á upplýsingum frá íslenskum skáldum, einkum Steingrími Thorsteinssyni og Matthíasi Jochumssyni.41 I Ágripi sínu tengdi Finnur íslenskar bókmenntir frá fyrri hluta aldarinn- ar náið hinum «rómantisk-lýriska» kveðskap Dana sem hófst til vegs með Adam Oehlenschláger, þótt hann legði um leið áherslu á að íslensku skáld- in væru «í sjálfu sjer sjálfstæð og íslensk í anda» (78). «Hin algjörlega nýja stefna byrjar með Bjarna amtmanni Thórarensen» (80), sagði Finnur og hélt því sömuleiðis fram að seinni skáld okkar hefðu ort «í sömu eða líka stefnu» (81). Að mati hans urðu «flest núlifandi skáld» þó fyrir áhrifum yngri Danaskálda, «og eru þau að mörgu leyti á enn æðra hugsjónarstigi, en hin fyrri skáld» (81). Með þessum orðum varð Finnur fyrstur til að gera grein fyrir þróun íslenskra bókmennta á 19. öld, og hafa fáir orðið til að feta í fótspor hans. I bókmenntasögu sinni staðhæfði Poestion aftur á móti að íslensk róman- tík hefði hvorki borið með sér fullkomna drottnun rómantísks skáldskapar né rómantískan skóla, enda hefði þýsk rómantík ekki haft önnur áhrif á skáldin en þau að skerpa hugsæi þeirra og styrkja tengsl við fornar þjóðleg- ar minningar (320). Að dómi Poestions höfðu fornbókmenntirnar einmitt mest áhrif á íslensk skáld 19. aldar og það voru fyrst og fremst þær sem ollu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.