Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 123

Andvari - 01.01.1999, Page 123
andvari HVAÐ ER RÓMANTÍK? 121 tíma að Jónas fór að yrkja fyrir alvöru, þ.e. 1830. Þegar hann ræðir um nátt- úrukvæði Jónasar vísar hann líka alfarið á bug þeim möguleika að skáldið sé undir áhrifum frá erlendum samtíðarbókmenntum sínum, staðhæfir að þar sé nánast hvergi að finna «ljóðræna sveimhygli eða algleymi og taum- lausa lotningu gagnvart náttúrunni sem einkennir sum síðrómantísk nátt- úruljóð og kennd hefur verið við Biedermeier». Og Páll heldur áfram og segir: í náttúruljóðum Jónasar er nær ávallt jarðsamband í anda snemm-rómantíkur og hann minnir oft á það hagnýta gildi sem náttúran hefur. Pannig má segja að í náttúru- ljóðum hans, eins og víðar, mætist að nokkru viðhorf upplýsingar og rómantíkur. (333) í framhaldi af þessum ummælum liggur beint við að spyrja hvort höfundur sem mótaður er af «snemm-rómantík», sem væntanlega er þýðing á þýska orðinu «Friihromantik», og viðhorfum sem ættuð eru úr upplýsingunni, geti í raun og veru talist góður fulltrúi fyrir þann meginstraum rómantíkur sem var áhrifamestur á frjóasta skeiði hans sem skálds, þ.e. á árunum frá 1830 til 1845? Er hér ekki eitthvað málum blandið? Ekki er ótrúlegt að rnörgum veitist erfitt að sjá samræmi í þessu og þyki nauðsynlegt að taka af skarið, kveða á um það hvar Jónas Hallgrímsson standi í bókmenntasögu- legu tilliti. Er hann síðgotungur upplýsingar og rómantíkur eða barn síns eigin samtíma? I slíkri athugun má rannsakandinn vitaskuld ekki láta stjórnast af þeim fordómum margra áhrifamikilla bókmenntafræðinga bæði fyrr og síðar að síðrómantískir straumar séu einhvers konar «úrættun», en sú hugmynd virðist móta nokkuð sögusýn Páls Valssonar í íslenskri bókmenntasögu III (343). Það væri þó í sjálfu sér engin goðgá að nefna listaskáldið góða í sömu andrá og ýmsa norræna jafnaldra hans sem hann þekkti trúlega mun betur en þá Novalis og Schlegel. Hér má t.d. minna á danska skáldið Frederik Paludan-Muller (1809-1876) og norsku þjóðskáldin Henrik Wergeland (1808-1845) og Johan Sebastian Welhaven (1807-1873). Og auðvitað eignuðust íslendingar fleiri skáld á 19. öld en þá Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson. Hvar standa þau? Er hægt að afgreiða Þau öll á einu bretti sem einhvers konar rómantíska sporgöngumenn Hjarna og Jónasar, eins og Poestion gerði í bókmenntasögu sinni og Páll Valsson virðist taka undir þegar hann segir að í íslenskum bókmenntum sé rómantíska stefnan «mótandi afl út 19. öld og að ýmsu leyti í sinni upp- runalegu og róttæku mynd»? í framhaldi af þessu segir Páll einnig að «í ís- lenskri aðlögun Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar [verði] stefnan fyrst áhrifamikil upp úr miðri öldinni» (343). Þýða þessi ummæli það að hægt sé að skýra og skilgreina megnið af þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.