Andvari - 01.01.1999, Side 144
142
BIRNA BJARNADÓTTIR
ANDVARI
Maðurinn er „Guðbergur Bergsson“ og hann hefur afráðið að gera upp-
runa sinn að viðfangsefni í ritverki um föður, móður og dulmagn bernsk-
unnar. Eins og eftirfarandi skilgreining hans á upprunanum ber með sér, er
verkið ekki hefðbundin sjálfsævisaga: „Uppruni manns er alls staðar og
hvergi, en hann er jafnan að finna í hugsuninni og orðunum.“2 Lesandinn
er líka minntur hvað eftir annað á þá endursköpun forms og innihalds sem
hér um ræðir. Þegar í inngangi verksins má finna eftirfarandi orð: „Þetta
verk er sagnfræðilega rangt. Því er einungis ætlað það hlutverk að vera
nokkurn veginn rétt, tilfinningalega séð, hvað höfundinn varðar. Þetta er
því skáldævisaga.“ Þessi orð finna samhljóm í öðrum, þeim sem finna má
skömmu síðar og varða einnig vilja höfundarins og ætlun: Hann segist vilja
skapa hliðstæðu við hið liðna í minningu foreldra sinna í rituðum orðum.
Ævisögur, segir hann jafnframt í inngangi verksins, eru strangt á litið ekki
til, því „fátt glatast jafn algjörlega og ævi manns, þannig að aðeins er hægt
að færa í letur löngun hans til að varðveita andblæ hennar í orðum“.
Maðurinn er kominn aftur rúmlega hálfri öld eftir að atburðirnir áttu sér
stað sem hann vill ganga inn í að eigin vild. Móðir hans er látin, faðir kom-
inn á ellheimili og lífið, segir hann, fokið að mestu út í veður og vind. En
hvað vill hann finna?
Maðurinn segist ekki vilja finna neitt sem er glatað. Við leitum, segir
hann, sjaldan að öðru en því sem óþarft er að finna. „Eg leita að sögum
sem ég veit að finnast ekki í sinni réttu mynd, enda hef ég aldrei týnt þeim
heldur breytt; hins vegar verður að færa þær úr sínu eðlilega huglæga efni í
óeðlilegan búning málsins“ (16). Þessi maður vill finna sögur til að endur-
segja og sögurnar eru í þremur hlutum um föður, móður og dulmagn
bernskunnar. En líkt og mörk skáldskapar og veruleika geta ekki kallast
skýr í þessu verki, eru kaflaskiptin ekki ströng. Sögusviðið er ekki heldur
eitt og óskipt, á sama hátt og tími þess er ekki einleikinn. Maðurinn spyr
líka í anda þess sem vill öðlast andlegan þroska og sjálfstæði seinna í lífinu,
óhræddur að eigin sögn við hin helgu vé goðsögunnar um foreldrana: En
hver er faðir minn? Hver er móðir mín? - til þess að geta fundið sína eigin
leið.
En hvað er andblær af ævi manns? spyr lesandi forviða. Hvað er skáld-
ævisaga? Er þetta verk kannski náskyldara listinni en lífinu? Hvernig eru
þessi mörk hugsuð?
í gjörvöllu höfundarverki Guðbergs Bergssonar má greina þrotlausa
hugsun um mörk lífs og listar. Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar er
því ekki einstætt verk hvað efnistök Guðbergs varðar, heldur má þar
greina margar af helstu spurningum skáldskapar hans sem og þá fagur-
fræðilegu afstöðu sem þær spretta af. Orðin um upprunann hér að framan,
hvernig hann er alls staðar og hvergi en hvernig hann er jafnan að finna í