Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 146

Andvari - 01.01.1999, Side 146
144 BIRNA BJARNADÓTTIR ANDVARI alltaf þótt eins og þeir séu á einhvern hátt dánir, að þeir lifi dánu lífi þó þeir dragi andann og séu aðeins lifandi að nafninu til. Flest fátækt fólk tórir aðeins með ein- hverjum hætti í skugganum og það að vera fátækur er að eiga aðeins skugga. (205) Hann verður einnig að taka afstöðu til mannkosta þeirra. Og hvernig tekur sonur, sem er skáldsagnahöfundur, á mannkostum foreldra sinna? Hvernig ber manni að nálgast mannkosti fólks? „Er þá betra að dreyma en hugsa um fólk upp á mannkosti þess að gera?“ (14) - spyr maðurinn föður sinn þar sem þeir sitja saman á elliheimilinu, á æskuslóðum föðurins á Snæfells- nesi, þangað sem faðirinn er kominn eftir að hafa verið í ævilangri útlegð tilfinninganna, kominn á staðinn sem fóðraði alla tíð þrá hans og ósk- hyggju: Já, eftir minni reynslu að dæma, svaraði hann. Ég skal þá aldrei hugsa um þig að þér látnum en skálda þeim mun meira, sagði ég. Faðir minn hló. Vegna þess að hann er greindur og hefur gaman að hálfkveðnum vís- um. (14) Um þetta hugsar maðurinn í húsinu, því sem faðir hans byggði í útlegð sinni í Grindavík. Þar skynjaði maðurinn fyrst mikilvægi þess að rísa upp gegn föður sínum og sjá ókosti hans í gegnum móðurina, en missa samt ekki virðinguna fyrir foreldrunum heldur líta á þau sem kjarna sinn. Hlut- skipti föður hans í tilfinningalífinu var annað en hans eigið og það er í þessu húsi sem maðurinn leitar að sögum um alþýðumann, um hlýðni lítil- magnans og lærða sannfæringu hans andspænis yfirboðurum. Og hver er fundurinn? Maðurinn finnur aftur tilfinningu sína fyrir því hlutskipti föður síns að verða að „leikfangi leiðans“ í höndum valdsmanna. Hann finnur aftur vitneskju um gangverk óréttlætis í heiminum, hvernig sögurnar af fá- tækum föður á hjara veraldar á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar eiga heima í kristnu og siðmenntuðu fyrirkomulagi hins vestræna heims. Fyrir vikið má sjá hvernig sonur þessa manns öðlast vitneskju um landfræðilega stöðu sína í heiminum og möguleg áhrif hennar á hugsun hans og lífssýn, sem og tilfinningu fyrir einni af þversögnum vestrænnar menningar: Eitthvað sem hafði verið áður óljós tilgáta um heiminn varð að vitneskju um það að handan við sjóinn, sem okkur hafði langað að stríða í bernsku, væru aðrir menningar- legri heimar, miklu betri en sá friðsami sem við lifðum í, þótt fólkið þar ætti í stríði. Herskiparaðirnar sem sigldu fram með sjóndeildarhringnum sunnan við Nesið sönn- uðu það. (35) En hann man líka eftir mörkum skáldskapar og veruleika sem og takmörk- um í hugsun um líf föður síns og um þeirra samband, hvernig atburðir úr lífi fólks fúlsa á stundum við tilþrifum skáldskaparins, um leið og skáld-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.