Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 149

Andvari - 01.01.1999, Síða 149
ANDVARI ENDURFÆÐING HARMLEIKS 147 Ég veit það ekki, svaraði móðir mín eins og spurningunni væri beint til hennar. Af þessu fann amma að hún var ekki lengur til fyrir manninum sínum en móðir mín fann að hún var hvorki til fyrir föður sínum né móður. Systkinin létu ekki á sér kræla. Eflaust var hún ekki heldur til fyrir þeim eða heiminum, svo hún sökk niður í sitt eigið djúp með sama hætti og börn gera til að reyna að bjarga sér þar sjálf á sundi í róti tilfinninganna. Þau búast ekki við neinu frá öðrum. Það var sama hvað móðir mín sagði margoft frá þessu, liturinn virtist hverfa úr augunum og maður sogaðist í fylgd með henni í einsemd og tóm varnarleysis sem engum nema foreldrum er lagið að gróðursetja í tilfinningalíf barna sinna. Þau virð- ast gera þetta ósjálfrátt, af eðlihvöt fremur en ráðnum hug, og svo virðist sem eðlileg- ur gangur lífsins sé óhugsandi án þess. (146-47) Nú kann það sem hér hefur verið nefnt sjónarhorn lífsins að fæða af sér harmleik. í umræddri skáldævisögu Guðbergs öðlast lesandi líka tækifæri til að horfast í augu við bág tilvistarskilyrði í frásögn af uppvexti og lífsbar- áttu föður hans og móður. En í stað þess að vekja tíma- og staðbundna samúð lesandans og fá hann eða hana til að hugsa í dúrnum: „Hvílíkt órétt- læti hefur almúgafólk á íslandi mátt þola á fyrri hluta 20. aldar!“ vekur Guðbergur lesandann - í víðu samhengi - til vitundar um mannlega nátt- úru og það bergmál lífsins sem nema má í skynleysi hennar og grimmd. í kjölfar slíkrar hugsunar verður þörf fólks fyrir manngerð lögmál ekki að- eins áþreifanleg, heldur hefur vandi og víðátta mannlegrar tilvistar tekið við. Maðurinn í húsinu - hann sem hefur ekki aðeins skapað sér gjörólík lífsskilyrði og lifað löngum stundum víðsfjarri hraunbreiðunni og þorpi æsku sinnar, heldur gert sjónarhorn lífsins aftur og aftur að viðfangsefni sínu í skáldskap - hefur þetta að segja um vonir manns í lífinu: „Maður get- ur aðeins gert sér vonir um að ráða við störf sín; næstum allt annað er óvið- ráðanlegt“ (93). dulmagn bernskunnar I frásögn af föður sínum og móður vill maðurinn í húsinu nálgast sköpun í ætt við sannleika, það sem er nokkurn veginn rétt, tilfinningalega séð, hvað hann sjálfan varðar. Til þess man hann eftir dulmagni bernskunnar, þessu ástandi í innra lífinu sem einkennist í hans huga af leik um jafna tilveru fyllingar og tóms. Þegar hann var barn fannst honum miklu leyndardómsfyllra og skemmtilegra að sitja undir vegg og finna hvernig þurr sandur í krepptum hnefa streymir kitlandi um lófann og fingurna, stöðugt meira eftir því sem hann tæmist og rennslið streymir hraðar út við handarjaðarinn og virðist fylla um leið hnefann af tómleika. Ég fann í þessum einfalda leik vitneskju um jafna til- veru fyllingar og tómsins, það að tómið er líka fylling, en auðvitað bara á sinn sér- staka hátt. í þessu felst jafnvægi og hliðstæða efnis og efnisleysis, hins áþreifanlega og þess sem er ekki hægt að snerta nema með hugsun og skynjun - þetta er samruni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.