Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 155

Andvari - 01.01.1999, Page 155
ANDVARI ENDURFÆÐING HARMLEIKS 153 móður og barns, líkt og eitthvað hafi dáið þeirra á milli? Hvernig lifir mað- ur slík vonbrigði? Er hér komið að þeirri hugsun sem vekur í senn sköpun og dauða í innra lífinu? Snemma á lífsleiðinni hugsar maðurinn um margrætt eðli trúhneigðar- innar. Sá þáttur varpar ekki aðeins frekara ljósi á takmörk manngerðra lögmála á þeim leiðum sem eru færar í innra lífinu, heldur vekur samræða þessa skáldsagnahöfundar við sömu lögmál hugsun lesanda um fagurfræði þeirrar nálgunar sem hér um ræðir: „Þú ert allur að fjallabaki,“ fannst mér ég skynja líkt og það væri eini sannleikurinn um sjálfan mig. Við þessar hugleiðingar eða í leiðslunni komst ég snemma að því að trúhneigðin er einstaklingsbundin, hún er óskyld trúarbrögðum, og að í okkur sjálfum er daprari, bjartari, skýjaðri, glaðari og dýpri leið en þau og með meiri birtu og þrá en í náttúr- unni og sólskininu, og hinn innri maður er flóknari og víðfeðmari en heimahagar og veröldin. Það er mest varið í að kynnast honum, að dvelja fremur með hugann við hann en náttúruna eða jafnvel það að umgangast blómin, annað fólk, hvað þá að iðka trú eða treysta guðum. Síst ber manni að treysta fólki sem er kallað manns nánustu. (218) Ólíkt einstaklingsbundinni trúhneigð, er eins og manngerð lögmál um trú megi sín lítils frammi fyrir hinum innra manni, eins og skáldsagnahöf- undurinn lýsir honum. Á sama hátt má skynja sköpun einstaklingsbundinn- ar fagurfræði, þá sem er fyrir alla og engan í hugsun um listina séða frá sjónarhóli lífsins. Þetta er skáld sem hugsar: Þú krefst einskis af guði og trúir einungis af eðlislægu trúleysi. Þú veist að enginn nema þú er týran með rósinni, þú ert líka birtan. Þú ert hafið og þú ert líka dagurinn í sjálfum þér. (77) En hvernig lifir maður slíka hugsun um list ef lífið hefur enga samúð með þeim sem eru á lífi? Hver er fegurðin í sköpun hennar? fegurðin Um fátæklega grýtta fegurð barnæsku sinnar, þá sem hann hugsaði um í nóttinni ofan á svæflinum eftir að faðir hans var farinn á sjó og hvernig hann saknaði þess sem hann þráði, að faðir sinn færi fremur á sjó í Rapallo en Þorkötlustaðahverfinu, segir maðurinn í húsinu: Ég fann til dapurleika yfir að hafa glatað einhverju sem ég hafði ekki fengið og aldrei augum litið en séð þeim mun betur fyrir mér. Ég reyndi að leiða hugann að því hvað það er gott að sjá sólarljósið, eðlilega dagsbirtu yfir jörðinni á morgnana, hvítan snjó og dimmblátt haf eftir vetrarnótt. Þá fór þetta að fléttast saman við Rapallo á mynd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.