Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 40
36
Níels Dungal
andvari
sjálfstæðisbaráttu vorrar og ekki sízt til skipulagsmála, sem fyrst
voru tekin upp að frumkvæði hans.
Ef til vill er dýrasti sjóður lífsins sá, að kynnast góðum og
miklum mönnum. Frá því fyrsta að ég kynntist Guðmundi
Hannessyni, fannst mér hann vera einstakur rnaður, sem ánægja
var að umgangast. Sú skoðun mín breyttist aldrei á þeim árum,
sem við hittumst daglega í sambandi við háskóla- og læknisstörf.
Það var ávallt ánægjulegt að hitta hann, einnig eftir að liann
var orðinn gamall. Hann var svo mikill kennari, að hann gat
ekki annað en verið alltaf að kenna. En hann gerði það með
svo skemmtilegu móti, að menn urðu aldrei leiðir á því. Og
alltaf fann maður á bak við allt hinn hyggna og góðviljaða
rnann, senr lært hafði manna mest, ekki aðeins af bókurn og
tímaritum, heldur einnig af lífinu sjálfu, og var ávallt tilbúinn
að miðla öðrum.
Heimilislíf Guðmundar Hannessonar var friðsælt og farsælt.
Hann kvæntist 1894 Karólínu Isleifsdóttur, prests Einarssonar
á Stað í Grunnavík, en hún hafði alizt upp hjá Valgarði Breið-
fjörð í Reykjavík. Eignuðust þau fimm börn, öll mannvænleg:
Svavar, bankastjóra á Akureyri, Hannes, lækni í Reykjavík,
Önnu, sem giftist Jóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra Alþingis,
Leif, liðsforingjaefni, og Arnljót, framkvæmdastjóra. Kona Guð-
mundar Hannessonar dó 1927 og saknaði hann hennar mikið,
því að hún hafði verið honum stoð og stytta og aðstoðað hann
við skurðaðgerðir á yngri árum. Ekki var liðið árið, er hann varð
fyrir öðru miklu áfalli, er Leifur sonur hans, sem var sérlega
geðþekkur piltur, fórst í flugslysi í Kaupmannahöfn. Varð hann
fjölskyldu sinni mjög harmdauði.
Annars taldi Guðm. Hannesson sig hafa verið gæfumann.
Hann var einn þeirra, sem heimtaði lítið af lífinu, en fann gleði
sína í því að gera sem mest fyrir aðra, helzt alla þjóðina. Okkur,
sem þekktu hann bezt, finnst íslenzka þjóðin hafa verið gæfn-
söm að eiga slíkan mann, enda mun nafn hans lengi lifa.