Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 40

Andvari - 01.01.1958, Page 40
36 Níels Dungal andvari sjálfstæðisbaráttu vorrar og ekki sízt til skipulagsmála, sem fyrst voru tekin upp að frumkvæði hans. Ef til vill er dýrasti sjóður lífsins sá, að kynnast góðum og miklum mönnum. Frá því fyrsta að ég kynntist Guðmundi Hannessyni, fannst mér hann vera einstakur rnaður, sem ánægja var að umgangast. Sú skoðun mín breyttist aldrei á þeim árum, sem við hittumst daglega í sambandi við háskóla- og læknisstörf. Það var ávallt ánægjulegt að hitta hann, einnig eftir að liann var orðinn gamall. Hann var svo mikill kennari, að hann gat ekki annað en verið alltaf að kenna. En hann gerði það með svo skemmtilegu móti, að menn urðu aldrei leiðir á því. Og alltaf fann maður á bak við allt hinn hyggna og góðviljaða rnann, senr lært hafði manna mest, ekki aðeins af bókurn og tímaritum, heldur einnig af lífinu sjálfu, og var ávallt tilbúinn að miðla öðrum. Heimilislíf Guðmundar Hannessonar var friðsælt og farsælt. Hann kvæntist 1894 Karólínu Isleifsdóttur, prests Einarssonar á Stað í Grunnavík, en hún hafði alizt upp hjá Valgarði Breið- fjörð í Reykjavík. Eignuðust þau fimm börn, öll mannvænleg: Svavar, bankastjóra á Akureyri, Hannes, lækni í Reykjavík, Önnu, sem giftist Jóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra Alþingis, Leif, liðsforingjaefni, og Arnljót, framkvæmdastjóra. Kona Guð- mundar Hannessonar dó 1927 og saknaði hann hennar mikið, því að hún hafði verið honum stoð og stytta og aðstoðað hann við skurðaðgerðir á yngri árum. Ekki var liðið árið, er hann varð fyrir öðru miklu áfalli, er Leifur sonur hans, sem var sérlega geðþekkur piltur, fórst í flugslysi í Kaupmannahöfn. Varð hann fjölskyldu sinni mjög harmdauði. Annars taldi Guðm. Hannesson sig hafa verið gæfumann. Hann var einn þeirra, sem heimtaði lítið af lífinu, en fann gleði sína í því að gera sem mest fyrir aðra, helzt alla þjóðina. Okkur, sem þekktu hann bezt, finnst íslenzka þjóðin hafa verið gæfn- söm að eiga slíkan mann, enda mun nafn hans lengi lifa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.