Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 13
ANDVARI
Guðmundur Hannesson prófessor
9
er saga, er gerðist í Blöndudal, þegar hann kom heim í sumar-
frí eftir að hafa lesið læknisfræði í tvö ár. Þá var gamall læknir
á Sauðárkróki og fór hinn ungi læknanemi með honurn til
sjúklings, sem hafði lengi verið veikur í fæti. Var fóturinn orð-
inn sundurgrafinn af berklaveiki og sjúklingurinn illa haldinn
af sótthita. G. H. hafði þá litla læknismennt aðra en þá, sem
hann hafði fengið af að ganga eitt ár í sjúkrahús, en honum
var ljóst, að maðurinn var svo illa kominn af berklaveiki í
fætinum, að hann myndi deyja, ef ekki væri tekinn af honum
fóturinn. Sagði hann þetta við gamla lækninn og samsinnti hann
því. Hins vegar aftók hann með öllu að leggja út í að taka fót-
inn af manninum. Sagðist hann ekkert hafa til þess nema eina
sáratöng, engan nothæfan hníf, enga sög og engar umbúðir.
Auk þess hefði hann aldrei framkvæmt slíka aðgerð og neitaði
með öllu að leggja út í slíkt fyrirtæki. Þótt G. H. segði hon-
um, að maðurinn hlyti þá að deyja, þá stoðaði það ekkert. Lækn-
irinn neitaði algerlega. Svo fór læknirinn, að hann skildi G. H.
eftir hjá sjúklingnum, allslausan.
Guðmundur Hannesson gat ekki hugsað sér að skilja sjúkl-
inginn eftir svona, fárveikan og dauðvona, ef ekkert væri að
gert. Þá var erfitt um flutninga og ekki þótti tiltækilegt að flytja
svo veikan mann alla leið til Reykjavíkur. Hann gekk úti alla
nóttina og hugsaði málið.
Um morguninn fór hann af stað, fann sér ljá og lagði á, unz
hann var orðinn hárbeittur. Síðan fékk hann bandsög lánaða
njá hóndanum. Loks fór hann af stað og gekk þangað sem hann
fann dýjamosa og tók heilmikið af honum með sér. Síðan tók
hann til að sjóða þau verkfæri sem hann hafði. Svo lagði hann
einn og hjálparlaus út í aðgerðina og gekk vel að taka fótinn
af manninum.
Þetta þótti mikið þrekvirki af ungum læknanema, og flaug
um alla sveitina, en karli föður hans þótti lítið til koma og
húðskammaði son sinn. Hann hefði engan rétt til að framkvæma
ueitt læknisverk, hvað þá að ráðast í svo mikla aðgerð, og ef