Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 49
ANDVARI
Brot úr verzlunarsögu II
45
Jóhann Möller þá verzlun hans. Litlu síðar eignaðist Möller
einnig útibú Hólanesverzlunar. Arið 1878 rekur Höpfner verzlun
á Blönduósi, en naunrast kveður mikið að þeirri verzlun fyrri
en á árunum 1881—1882.
Arið 1789, sama ár og Stiesen hóf verzlun í Höfðakaup-
stað, afhenti sölunefndin verzlun í Kúvíkum í Reykjarfirði manni
að nafni Michael Jakobsen. 1 Kúvíkum munu verið hafa ein-
hver verzlunarhús frá dögum konungsverzlunarinnar síðari, en
líklega fremur lítilfjörleg, enda ekki um að ræða mikið verzl-
unarmegin á þessum hjara. Fór brátt svo, að Jakobsen varð að
gefast upp vegna skulda. Eigi var þó skuld hans við sölunefnd-
ina nema rúml. 2821 rd., er hún hótaði honum að taka af
honum verzlunina, og bendir það til þess, að hér væri ekki úr
háum söðli að detta fjárhagslega. En er þannig var komið,
buðust þeir Stiesen í Höfða og Höwisch í Hofsósi til þess að
taka við verzlun í Kúvíkum og greiða skuld þá, sem hér lá á.
Var um þetta samið 4. maí 1794. Eigi er ljóst, hversu háttað var
um verzlun í Kúvíkum hin næstu ár frain um aldamótin 1800,
en líklega hefir þar ekki verið um fasta verzlun að ræða og
ekki fyrri en 1804, en þá réðu þeir Schram og Busch þangað
verzlunarstjóra, Thyrrestrup, er síðar varð verzlunarstjóri Busch-
verzlunar á Akureyri. Veitti hann Kúvíkurverzlun forstöðu til
1815. A árunum 1816—1820 var Jens Stiesen verzlunarstjóri, en
þá tók við íslenzkur maður, Jón Salómonsson, til 1846, en því
næst Þórarinn Stefánsson Thorarensen til 1861.
í árshyrjun 1824 var verzlunin í Kúvíkum seld á uppboði í
Kaupmannahöfn. Hét sá Eggert Busch er kaupið hreppti, en
hann seldi síðan Gísla Símonarsyni. Gerðust þau kaup um sama
leyti og Gísli keypti Höfðaverzlun, sem fyrr segir. Var verzlunin
í Kúvíkum síðan í eigu Höfðakaupmanna til 1861, er hún var
seld Jakob Thorarensen við gjaldþrot Jakobsensbræðra. Verzlunin
í Kúvíkum var aldrei mjög umsvifamikil og hafði engin teljandi
áhrif á almenn verzlunarkjör nyrðra.
Borðeyr/. Hér var sett kauptún með lögum 23. dcs. 1846.