Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 89
ANDVAHI
Kringum þjóðfundinn 1851
85
yrði það stiftamtmannsins að skera úr um það að einhverju eða
öllu leyti, hvort hermennirnir skyldu fara aftur, eða þeir yrðu
eftir honum til fulltingis, en megináherzlu lagði hann á, að
stiftamtmanninum yrði veitt aukið vald, einkum til að senda
upphafsmenn óeirðanna til Danmerkur, þegar nauðsyn bæri til.
Flotamálaráðherrann Zahrtmann benti á það, að það mundi
betur henta, þegar reist yrði vígi, að það yrði á ey í firðinum
heldur en upp á landi. Hvað því viðviki að senda skip til ís-
lands, þá væri korvettan Díana laus og liðug til þess, svo framar-
lega sem ekkert hafnbann yrði á Norðursjónum, þar sem hún
gæti rúmað öflugan herflokk, en áhöfnin ekki fjölmennari en á
venjulegu skipi.
Dómsmálaráðherrann Bardenfleth tók í sama streng varðandi
það að kalla saman þjóðfundinn í ár; væri það ómögulegt með
öllu, þar sem ekki yrði lokið í tæka tíð að semja tillögur, ræða
þær og taka endanlegar ákvarðanir um grundvallaratriðin.
Menntamálaráðherrann Madvig var sammála dómsmálaráð-
herranum, en benti á, að það væri nauðsynlegt að gefa íslend-
ingum til kynna, að fundurinn yrði haldinn að ári, til þess að
koma í veg fyrir þann grun, að stjómin ætlaði ekki að halda
orð sín.
Innanríkisráðherrann Rosenörn benti á það, að tæpast væri
hægt að leggja frumvarp fyrir Ríkisdaginn, nema það væri fyrst
lagt fyrir íslendingana sjálfa, og það hlyti að valda megnustu
óánægju á íslandi. Hins vegar hefði það þá hættu í för með
sér, að það, sem stjómin og íslendingar gætu orðið sammála
um, fengi meirihlutann á Ríkisdeginum á móti sér. Hann hefði
því álitið, að hægt væri að tryggja sér fylgi meirihlutans með
því að leggja tillögurnar fyrir nefnd nokkurra þingmanna og
tilnefna auk þess nokkra íslendinga í hana.
Fjármálaráðherrann Sponneck var þessarar skoðunar, ]ió að
hann benti á, að enda þótt fylgi meirihlutans væri ekki með
öllu tryggt með þessu, þá hefði samt verið gert það, sem hægt var.
Eftir að dómsmálaráðherrann Bardenfleth hafði tekið fram,