Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 57
ANDVABI
Brot úr vcrzlunarsögu II
53
Akureyri, en tveimur árum fyrr hafði hann keypt smáverzlun,
er H. P. Tærgesen hafði rekið þar nokkur ár, og 1861 kaupir
hann aðra verzlun, er Páll Th. Johnsen, sonur Jakobs Þórarins-
sonar [Húsavíkur-Johnsens] hafði stofnað og rekið um stund,
en hann var þá orðinn gjaldþrota. Má af þessu sjá, að Höpfner
var vel á verði um að þjarma sem fastast að keppinautum og
gæta þess, að eigi settist nýir að í þeirra stað. Rúmum áratug
síðar, 1879, eignast Höpfner alla Gudmannsverzlun og mátti
þá heita, að hann hefði náð umráðum yfir allri kaupmanna-
verzlun á Akureyri. Klemens Jónsson segir í sögu Akureyrar,
sem er fyllsta rit um verzlunarsögu bæjarins á þessum tíma, sem
hér var frá greint, að Höpfner hafi reynzt „yfrið þungur kaup-
maður". Mun það ekki ofmælt. En þótt hann væri ærið öfl-
ugur orðinn er þessum frásöguþætti lýkur, um 1880, átti hann
einn keppinaut, er stóð honum á sporði um hríð og hann fékk
reyndar aldrei sigrað, þótt báðir gisti að lokum eina gröf. Sá
keppinautur var Gránufélagið.
Siglufjörður. Þess var fyrr getið, að 1788 réðst svo með
þremenningum þeim, Lynge, Lauritzen og Redslev, er keypt
höfðu eignir konungsverzlunarinnar við Eyjafjörð, að Redslew
færi til Siglufjarðar og tæki við útibúi Akureyrarverzlunar þar.
Eigi stóð þessi verzlun lengi, því Redslew andaðist á Siglufirði
14. nóv. 1789. 28. nóv. það ár býður Stefán amtmaður Þórarins-
son Jóni sýslumanni Jakobssyni að athuga um dánarbú hans og
skuld við sölunefnd verzlunareigna. Lu^ust þau skuldamál eigi
fyrri en 1794, en þá um vorið var sýslumanni boðið að afhenda
rentukammerinu hús og eignir ekkju Redslews á Siglufirði upp
í 4180 rd. skuld. Fulltrúi af hálfu amtmanns við þetta tækifæri
var Grundtvig, faktor á Siglufirði.
Þess var að vænta, að meðan eigi væri gengið frá málum
ekkju Redslews og viðskiptum við sölunefndina, \ræri verzlun á
Siglufirði heldur í molum. Eigi skorti samt menn, er freista
vildi hér gæfunnar. Einn þeirra var G. A. Kyhn stórkaupmaður.
Hann liafði keypt verzlunina í Reyðarfirði 1788, en brátt þótti