Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 93
ANDVARl
Andvari
89
tekið þá, en al mörgum ástæðum dróst framkvæmdin úr hömlu.
En þegar breyting varð á stjórn Þjóðvinafélagsins á þessu ári,
þótti mér tími til kominn að hreyfa málinu á ný. Var því vel
tekið í stjórn félagsins og einnig af Menntamálaráði, og hefir
nú verið ákveðið að breyta ritinu á næsta ári. Mun það þá
koma út í þremur heftum, livert hefti sex arkir, í nokkru stærra
hroti en áður.
Þess er að vænta, að sumum þyki í rnikið ráðizt, að gera
slíka breytingu á gömlu og sögufrægu riti, er sjálfur Jón Sig-
urðsson stofnaði og mótaði í stórum dráttum í þeirri mynd, er
það hefir haft allt til þessa dags. Er allmikið hæft í þessu, en
hins vegar hníga mörg og sterk rök að því, að hér sé breytt til.
I fyrsta lagi er óheppilegt að gefa út samfellda röð nokkurs rits
um marga áratugi, svo sem hér hefir verið gert. Upplag eldri
árganga slíkra rita hlýtur brátt að þrjóta, svo að þar kemur að
lokum, að kaupendur eiga þess engan kost að eignast ritið í
heild, heldur aðeins mismunandi marga árganga þess frá síðari
árum. Er þetta ein meginorsök þess, að óvíða eru tímarit látin
haldast lengi óbreytt, heldur er skipt um nafn á þeim, þegar henta
þykir, eða hafinn nýr flokkur ritsins, ef nafninu er haldið, og
þar með ný árgangaröð, og verður sá háttur hér hafður. í öðru
lagi gera nýir tímar og breyttar aðstæður kröfur til tímarits um
form og efni, sem óhjákvæmilegt er að taka til greina. Þegar
Andvari hóf göngu sína, var auðvitað ekki um annað að ræða
en að láta hann koma út sem ársrit. Um myndir var naumast
að ræða á þeim tíma, en úr því byrjað var að birta ævisögur
merkra manna í ritinu, var venja, að þeim fylgdi mynd. Ég
yeit ekki með vissu, hvert upplagið var frá öndverðu, en það
var lítið, miðað við hókaútgáfu nú á tímurn. Brotið kom af
sjálfu sér og sniðið við venjulegt lesmál, án mynda eða upp-
drátta. Síðan hefir bókagerð almennt tekið miklum stakkaskipt-
uni en þó sérstaklega útgerð tímarita. Hér kemur margt til
greina, en ekki sízt það, að lesendahópurinn sem rit verða að