Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 83
ANDVARI
Kringum þjóðfundinn 1851
79
minnsta kosti afsakanir hjá mörgum góðborgurum. Margir horfðu
á þaS með einskærri gleði, að nemendurnir gengu úr bindindis-
félaginu. Hvað mig snertir, sem ekki fyrirlít glas af góðu víni,
eins og þér vitið, var þetta hins vegar hin mesta harmafregn,
því að eg, sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík, og síðar nem-
andi, þekki mætavel hinar hættulegu afleiðingar af slíku, auk
þess sem það er hættulegt spor að stíga fyrir unga menn og
skólasveina.
Hvarvetna í landinu stefnir að stjórnleysi. Svo er sagt, að
alþýöan hyggi á að setja embættismennina frá embætti, en þar
sem hún er mildari, á að gefa þeim áminningu. f Reykjavík er
sagt, að sé listi yfir ýnrsa embættismenn, þar sem ýmist er merktur
heill eða hálfur kross, meðal annars er sagt, að landlæknir, Þórður
Guðmundsson sýslumaður o. fl. séu merktir þar á. Það er mjög
útbreidd skoðun, að prentararnir okkar, einkum Jón og Einar,
séu fremstir í flokki áróðursmannanna, og ýmsir telja, að Stefán
Gunnlaugsson kammerráð, sem er hér alltaf, sé á bak við þetta
og kyndi undir þeirn óánægðu. Eg er þess næstum fullvís, þegar
fréttirnar af öllum þessum uppþotum hér í Reykjavík berast með
pósti út uin land, mun það skapa næstum almennan mótþróa og
sundrung. Þjóðólfur mundi hafa á sinn hátt áttað sig á þessu,
en stiftsyfirvöldin tóku þá skyndilegu, máske helzt til fljótfæru
ákvörðun, að banna prentun hans, unz annað yrði ákveðið, í
von um, að fréttir, sem hærust í bréfum, mundu vinna minni
skaða en fréttir, sem samdar væru í hættulegum tilgangi. Prent-
iðjan var einnig undir eftirliti okkar og þess vegna er það nú á
okkar ábyrgð, ef nokkuð verður prentað, sem er á móti stefnu
stjórnarinnar eða þörfum landsins. Eg hefi ekki í hyggju að
skrifa vörn, en vildi heldur ekki dylja það, sem við höfum gert.
Það er mögulegt, að þessi ákvörðun espi einhverja, en hún ber
að mínu áliti vitni um heiÖarleik og hann vil eg ekki leggja til
hliðar fyrir nokkuð annað. Samgönguskortur við Danmörku er
enn sem fyrr hin mesta ógæfa. ElefÖum við nú fengiÖ fregnir
um, að allt væri með kyrrum kjörum í Danmörku og nærliggj-