Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 29
ANDVAHI
Guðmundur Hannesson prófessor
25
því frá. Þótt hann væri einhver allra skeleggasti sjálfstæðis-
maðurinn, þá vildi hann samþykkja frumvarpið. Við áttum tal
um þetta mál oftar en einu sinni, meðan við kenndum saman
við háskólann. Hann sagði, að við hefðum átt að samþykkja
frumvarpið. 1 því var svo mikið fengið frá því sem verið hafði,
að það var óhyggilegt að slá því frá okkur, sagði hann. Við
gátum alltaf seinna komið frarn með nýjar luöfur og hefðum
fengið þeirn framgengt. En þegar við slógurn hendinni á móti
þessu, sem Dönum fannst mjög vel boðið, fyrtust þeir við og
leið langur tími, unz unnt varð að taka málið upp aftur.
Þegar Guðmundur Bjömsson, sem verið hafði héraðslæknir
í Reykjavík, var skipaður landlæknir, sótti Guðmundur Idannes-
son urn héraðslæknisembættið í Reykjavík og var veitt það 1907.
Jafnframt varð hann kennari við læknaskólann í líffærafræði
og yfirsetufræði og sat það sem eftir var ævinnar í Reykjavík.
Reykjavíkurárin. Þegar G. H. kemur til Rvíkur, er hann
maður á bezta aldri, 41 árs gamall. Hann var löngu orðinn
frægur um allt land fyrir lækningar sínar og fékk því fljótt
nóg að gera. Ekki munu honum hafa líkað alls kostar vinnu-
skilyrðin á þ ví eina sjúkrahúsi, sem þá var í Reykjavík, því að
eftir að hafa gert nokkrar skurðaðgerðir þar, hætti hann með
öllu að fást við skurðlækningar. Hann hafði nóg að gera í
héraðslæknisembættinu, með öllum þeim ferðalögum sem því
fylgdu, og sjúklingastraumurinn til hans var mikill, hvaðanæva
af landinu. Fyrstu 3 árin í Reykjavík bjó G. H. í Bröttugötu,
en síðan reisti hann sér vandað hús, rétt við Landsbókasafnið,
°g þar sem hann var sinn eigin húsameistari, tók það einnig
töluverðan tíma frá honum.
Þegar háskólinn var stofnaður, 1911, var Guðmundur
Hannesson gerður að prófessor og kenndi síðan líffærafræði og
heilhrigðisfræði alla tíð, en um tíma líka yfirsetufræði. Glöggt
Varð þess vart, einkum cr fram liðu stundir, að þótt hann hefði
Iagt mikla rækt við líffærafræðina og væri mjög vel að sér í