Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 71
ANDVARI
Brot úr verzlunarsögu II
67
Busch, en hann rekur á tímabili verzlun á Djúpavogi, í ísa-
firði, Reykjarfirði, Höfðakaupstað og Akureyri, en losar sig
við Djúpavog og Isafjörð um sama leyti og hann nær fullu
tangarhaldi á Lyngesverzlun á Akureyri. Þessi verzlun er úr
sögunni við andlát Busch 1822. Komu nú fram á sjónarsviðið
þrjú fyrirtæki: Jóhann Gudmann, 0rum & Wulff og Chr. Thaae,
er mestu réðu um verzlun norðan lands og austan frarn um 1870.
Þeirra elzt var firmað 0. & W. og hafði það haft verzlun í
öllum kauptúnum nyrðra og eystra frá Siglufirði til Djúpavogs,
en meginstaðir þess mikla fyrirtækis voru alla tíð verzlanir þess
í Húsavík, Vopnafirði og á Djúpavogi. Jóhann Gudmann hafði
hins vegar höfuðstöðvar sínar á Akureyri, en náði síðar undir
sig Hofsósi og Grafarósi og þar með allri verzlun í Skagafirði,
en eigi stóð það lengi, enda var hann tekinn fast að eldast er
dró fram um 1850. Kom það í hlut Gudmanns yngra og félaga
hans og eftirmanns C. Höpfners að reisa við merki Gudmanns
eldra, m. a. með því að ná undir sig verzlun í Höfðakaupstað
1861 og síðar á Blönduósi, en sú saga liggur að mestu utan þess
tímatakmarks, sem söguþáttur þessi er við miðaður. Einkenni-
legastur er verzlunarferill Chr. Thaae. Hann byrjar sem kaup-
stjóri 0rum & Wulffs á Djúpavogi 1826—1840. Árið 1845
kaupir hann Siglufjörð og Raufarhöfn af 0. & W. og 1846
byrjar hann að verzla í húsum ísfjörðsverzlunar á Eskifirði til
1851, en þá er sú verzlun niður lögð. Árið 1852 kaupir hann
svo Elofsósverzlun af Gudmann eldra. Allar þessar verzlanir á
hann síðan og rekur fram um 1870.
[Heimildir: Skjöl í Ríkisskjalasafni Dana og Þjóðskjalasafni].