Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 76
72
Aðalgeir Kristjánsson
ANDVARI
Reykjavík, 2. marz 1850.
l'ðar hágöfgi Rosenörn innanríkisráðherra!
Leyfið mér að bæta mér upp söknuðinn eftir hin góðu kynni,
sem eg var svo gæfusanrur að njóta í húsi yðar, með því að
skrifa yður þetta bréf. Það skal ekki verða mjög langt, því að
bæði veit eg, að þér hafið ærið að starfa, en auk þess er eg
hræddur um, að eg þreyti yður með eintómum endurtekning-
um á því, sem þér heyrið frá mörgum öðrum. Þó get eg ekki
látið hjá líða að minnast á það mál, sem eg hefi svo oft talað
um, jafnvel þegar við skildum, því að ótti minn um, að skól-
anurn myndi vegna illa í vetur, þar sem hann var ekki á traust-
um grunni án umsjónarmanns í byggingunni, og án nógu margra
hæfra kennara, hefir nú komið á daginn. Skólaaginn er búinn
að vera. Orsökin til þess var hindindismálið eða bindindisfélagið,
sem rektor vildi halda lífinu í, fyrst sem félagi í því, en síðan
sem rektor, þá reis allur skólinn upp og gaf honum „pereat“,
og mér á einnig að hafa verið ætlað „pereat“ eða einhvers
konar mótmæli, en úr því varð þó ekki. Nú heyri eg, að sami
eldurinn hafi lifað í glóðunum í fyrra, þegar nemendumir ætluðu
að lieimta leyfið af rektor. Rektor siglir með póstskipinu núna
vegna þessa máls. Svo sorglegt sem þetta er, svo nauðsynlegt
er það samt, að hið leynda mein komi fram í dagsljósið. Nú
er eg sannfærður um, að skólinn getur aldrei gengið vel, eins
lengi og nemendurnir húa í skólabyggingunni, og einasta rétta
reglan er sú, að hætt verði við að láta nemenduma búa í skóla-
byggingunni. Annað mikilvægt atriði álít eg sé að setja nokkra
hæfa og duglega kennara að skólanum, því að þeir hafa ekki
nóg við að vera. Scheving kemur nú ekki til með að kenna
O Ö
meir, því að hann sækir um lausn í sumar, og af þeim ástæðum
hefi eg nú sótt um 1. adjunktsembættið í von um það skapi mér
betra líf á komandi árum. Eg gæli við þá von, að eg fái það;
fái eg það ekki, er verr af stað farið en heima setið. Eg veit, að
ráðherrann ræður miklu um, hvernig skólamál okkar verða leyst.