Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 63

Andvari - 01.01.1958, Page 63
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu II 59 fremst á hagsmuni verzlunarinnar. Hentaði verzlunarstjórum þess sízt brjóstgæði við fátæklinga, en á síðara hluta verzlunarstjóra- tírna L. Schou var illa ært í þeim sveitum, sem verzlunarsókn áttu til Húsavíkur, eins og reyndar víðast á norður- og austur- landi, og mun Schou hafa orðið Jrált á því að lána snauðum bændum í neyð þeirra. Virðist hann og hafa hneigzt um of til drykkju hin síðustu ár sín í Húsavík. Víst er um það, að hann vék úr vistinni hjá 0. & W. snauður að fé og bilaður að heilsu og átti eigi síðan neitt athvarf hjá hinum fyrri húsbændum sínum. Tók þá við Húsavíkurverzlun Þórður Guðjohnsen, sonur Péturs organista Guðjohnsens í Reykjavík. Þórður gekk ungur í verzlunarþjónustu, fyrst í Glasgow, verzlun Andersons og Hendersons í Reykjavík. Síðar var hann riðinn við verzlun Hendersons í Grafarósi og loks eitthvað í þjónustu Sveinbjarnar Jakobsens. Þórður Guðjohnsen var hinn traustasti maður. Hann gegndi kaupstjórastarfi í Idúsavík fram yfir aldamótin 1900. Raufarhöfn. Á ofanverðri 18. öld er alloft rætt um það, að Raufarhöfn væri álitlegur staður fyrir útgerð og verzlun. Eigi var þar samt föst verzlun fyrri en 1836, sem síðar segir. A fríhöndlunaröld öndverðri munu Húsavíkurkaupmenn hafa haldið þangað skipum til lausaverzlunar einhvern tíma á surnr- um. Er sýnt, að þeir töldu Raufarhöfn eins konar úthöfn frá Húsavík og ömuðust við siglingu annarra verzlana þangað. Kærði Hansteen kaupmaður yfir því 1798, að G. A. Kyhn stór- kaupmaður og 0rum & Wulff hefði nú byrjað verzlun á Raufar- höfn. Urðu bréfagerðir um þetta milli sýslumanns Þingeyinga og rentukammersins, en með því að sýslumaður færði það fram, að sýslan væri illa birgð af verzlun Hansteens og hefði sigling þeirra Kyhns því komið í góðar þarfir, vildi rentukammerið ekki hafa sakir frammi á hendur þeirra, en bauð þeim að hætta verzlun á Raufarhöfn við svo búið, eða sæta ábyrgð að lögum. Stefán amtmaður Þórarinsson vildi hins vegar líta svo á, að hér væri um löglega lausaverzlun að ræða, en rentukammerið sat fast við sinn keip og bar því við, að hvorki Raufarhöfn né
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.