Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 116
--------------------------------------------------------N
STEFAN ZWEIG:
Veröld sem var
Sjálfsævisaga.
Stefan Zweig er tvímælalaust snjallasti og víðkunnasti
listamaður þeirrar bókmenntagreinar, sem mjög hefur kveSiS
aS á síSari áratugum og náS miklum vinsældum: hinnar
sálfræSilegu sagnaritunnar í listrænum búningi. Slík sagna-
ritun er aSeins á skálda færi, enda var Stefan Zweig ágætt
ljóSskáld, samdi nokkrar frábærar smásögur og eina langa
skáldsögu, mikiS listaverk. En þær bækur, sem halda munu
nafni hans lengst á lofti, eru þó ævisögur hans. Af þeim má
nefna bækurnar um Balzac, Erasmus frá Rotterdam, Fouché,
Magellan, Maríu Stúart og Maríu Antoinette. Fjórar hinar
síSastnefndu hafa allar veriS þýddar á íslenzku, enda hefur
Stefan Zweig veriS lesinn hér á landi framar flestum
öndvegishöfundum þessarar aldar.
Agætast allra rita Zweigs er þó ef til vill sjálfsævisaga
hans, Veröld sem var (Die Welt von gestern), sem nú
kemur í íslenzkri þýðingu. Þar er af mikilli snilld brugðið
upp ógleymanlegum myndum úr sögu Evrópu í friði og
stríði, allt frá síðustu áratugum 19. aldar og fram á daga
heimsstyrjaldarinnar síðari. I bókinni lýsir höfundur af frá-
bærri skarpskyggni og næmleik ýmsum fremstu skáldum og
andans mönnum sinnar kynslóðar, er hann hafði af meiri
og minni kynni. Eru í þeim hópi Hugo von Hofmannsthal,
Rainer Maria Rilke, Gerhart Hauptmann, Theodor Herzl,
Sigmund Freud, Romain Rolland, Emile Verhaern, Auguste
Rodin, Maxim Gorki, Richard Strauss, Bernard Shaw, H. G.
Wells, James Joyce og ýmsir fleiri. Bókin er tvímælalaust í
röð ágætustu minningarita, sem samin hafa verið á þessari
öld.
Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason hafa íslenzkað
bókina og leyst það torvelda verk vel af hendi.
Bókaútgáfa Menningasjóðs.
v_______________________________________________________