Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 11
ANDVARI
Guðmundur Hannesson prófessor
7
sínum, heldur einnig á undan kennurum sínum, en kennarar
í menntaskólanum hafa til skamms tíma verið betur menntaðir
í klassiskum fræðum en í náttúrufræði. Því að þótt Benedikt
Gröndal safnaði fjöru- og sjávardýrum og hefði mikinn áhuga á
að safna tegundum, þá har lítt á því, að hann hefði orðið
snortinn af þeirri hreyfingu sem þá gekk út frá Bretlandi um
uppruna tegundanna.
Vér sem nú lifum, getum naumast gert oss ljóst, hve geysi-
miklu róti kenningar Darwins ollu á sínum tírna. Hugsandi
mönnum fannst nýr heimur opnast fyrir sér, en múgurinn,
sem ekkert las og ekkert vissi um framþróun, nema það sem
hann heyrði frá prestunum í og utan kirkju, apaði fullyrðingar
og rangfæringar prestanna, sem heldur ekkert vissu, um að
maðurinn væri kominn af apa, en ekki skapaður af guði. Darwin
og Huxley hlýtur að hafa dottið í hug, að þeir sem þannig átu
hver eftir öðrurn, án þess að vita nokkuð um undirstöðuna,
væru með framferði sínu ósjálfrátt að sanna það, sem þeir höm-
uðust við að mótmæla með biblíuna í bendinni.
Það er óhætt að segja, að Darwin og Huxley urðu til þess
að menn um allan heim fóru að gefa vísindalegri náttúrufræði
meiri gaum en áður hafði þekkzt. Guðmundur Hannesson, sem
frá fyrstu tíð var sílesandi og síhugsandi, fór ekki varhluta af
þessari hreyfingu og afleiðingunum af henni, sem voru m. a.
þær, að rnenn fóru að hugsa um sköpunarsögu biblíunnar og
komust fljótt að raun um, að sú bamalega frásögn gat engan
veginn staðizt. Þar með var ein af undirstöðum trúarlærdómsins
fallin og fyrir þá, sem tókst að losa hugsun sína úr fjötrum
trúarlærdómanna, hlaut hver af annarri af utanaðlærðum trúar-
kenningum að fara sömu leiðina. Þannig fór fyrir Guðmundi
Hannessyni, sem auðvitað hefir rætt hinar nýju kenningar vís-
indamannanna við skólabræður sína.
Að loknu stúdentsprófi fór G. H. til Kaupmannahafnar.
Faðir hans gat ekkert styrkt hann, svo að hann varð að lifa á
Garðstyrknum einum, sem var 40 kr. á mánuði. Það var sann-