Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 58
54
Þorkell Jóhannesson
ANDVARI
honum fullþröngt um sig þar. Setti hann þá útibú á Vatnsnesi
við Keflavík, á Langeyri í Hafnarfirði og í Siglufirði. Kærðu
kaupmenn í Keflavík og í Hafnarfirði athæfi Kyhns, er þeir
töldu með öllu ólöglegt. Lauk svo, að Kyhn var bannað að
verzla á Vatnsnesi og á Langeyri og svo á Siglufirði. Meðan á
þjarki þessu stóð, reyndi Kyhn að klóra í bakkann með því að
dubha verzlunarstjóra sína upp sem sjálfstæða kaupmenn að
nafni til, en því var ekki sinnt. Urðu úrslit í þrakki þessu sum-
arið 1793.
Þess var fyrr getið, að J. P. Hemmert féklt rnælda verzl-
unarlóð á Akureyri 1792, en notaði hana ekki. Reisti Kyhn litlu
síðar verzlunarhús á þessari lóð. En sama árið sem Kyhn var
bannað að verzla á Siglufirði, 1793, er J. P. Hemmert talinn
kaupmaður á Siglufirði. Mun hér vera um að ræða verzlun þá,
er Kyhn hafði stofnað, hversu sem samningum þeirra Hemmerts
hefir verið háttað. Aðstoðarmaður Hemmerts er þá Einar Ás-
nnindsson Lljaltested, er síðar var um hríð verzlunarstjóri Kyhns
á Akureyri. Árið 1794 er J. F. Grundtvig verzlunarstjóri á Siglu-
firði, sá er fyrr getur sem fulltrúa amtmanns við uppgjör á
þrotabúi Redslews, og er Einar Hjaltested verzlunarþjónn hans.
Og enn er Grundtvig kallaður faktor 1795. En 1796 er Hemm-
ert kallaður kaupmaður á Siglufirði í sóknarmannatali Hvann-
eyrarprests. ÖIl þessi ár, til 1796, virðist ekki um að ræða aðra
verzlun í Siglufirði en verzlun Kyhns. En það ár eru eignir
ekkju Redslews afhent^r verzlun Fr. Lynge á Akureyri og árið
eftir, 1797, eru verzlanimar tvær. Stendur Hemmert fyrir ann-
arri en fyrir hinni stendur Jóhann Casper Kröjer. Kröjer var
maður danskur. Um hann er það kunnugt, að hann varð verzl-
unarþjónn hjá Rasmus Lynge 1792. Má víst telja, að þetta ár,
1797, hafi Lynge sett útibú á Siglufirði og Kröjer gerzt verzl-
unarstjóri hans. Þeim starfa gegndi hann til 1805, en urn vorið
það ár fór hann að húa á Höfn í Siglufirði. Virðist verzlun
Lynges á Siglufirði hafa legið niðri árið 1805, en næsta ár, 1806,
er Hans Baagöe orðinn verzlunarstjóri hjá Lynge í Siglufirði