Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 60
ANDVARI
56 Þorkell Jóhannesson
unum. En þrátt fyrir synjun amtmanns sat Niels Nielsen á
Siglufírði og mun hafa rekið þar verzlun nokkra fyrir 0rum &
Wulff. Var því óhægra að finna að slíku, er Akureyrarkaup-
rnenn stóðu mjög höllum fæti, Kyhn hættur og Lynge að því
kominn að hætta. Segir Stefán amtmaður í hréfi til Gunnlaugs
sýslumanns Briems, 3. sept. 1817, að Lynge hafi forsómað að
sjá verzlunum sínurn á Akureyri og í Siglulirði fyrir vörum.
Seldi hann og verzlun sína vorið eftir, 1818. En það sama vor
var Siglufjörður aftur tekinn í kaupstaðatölu. Var þá ekkert því
til fyrirstöðu, að 0rum & Wulff ræki verzlun sína þar áfram,
eins og þeir höfðu reyndar gert síðan 1815.
Verzlunarstjórar 0rum & Wulffs á Siglufirði voru sem hér
segir: Niels Nielsen 1816—1825. Hann var sem áður greinir upp-
eldis- og stjúpsonur Hans Baagöes, er fyrr var verzlunarstjóri
Kyhns á Akureyri en síðan lengi verzlunarstjóri 0rum & Wulffs
í Húsavlk. Eluttist Niels frá Siglufirði til Húsavíkur og vann
þar lengi síðan við verzlun. Árið 1825 tók Hermann Schou við
verzlunarstjórn í Siglufirði. Schou var maður danskur, hafði
um hríð verið í þjónustu 0. & W. á Djúpavogi og á Eskifirði.
Schou fluttist aftur til Eskifjarðar 1832. Kom þá til Siglufjarðar
E. E. Möller. Hann hafði áður unnið við verzlun 0. & W. á
Eskifirði og fluttist árið 1840 til Akureyrar, tók við forstöðu
verzlunar 0. & W. þar. Þá tók við Siglufjarðarverzlun Jón Árna-
son (Arnesen). Kom hann frá Eskifirði og hvarf þangað aftur
1845. Þetta ár, 1845, urðu eigandaskipti að Siglufjarðarverzlun,
er Chr. D. Thaae, sem fyrr getur við Elofsós, keypti verzlun-
ina af 0rum & Wulff. Var verzlunin síðan rekin í nafni Thaaes
þangað til Gránufélagið eignaðist hana. 1846—1847 var Björn
Jónsson, síðar ritstjóri, kaupstjóri í Siglufirði, en því næst Jósef
Einarsson frá• Eskifirði til 1850. Hvarf hann þá til Vopnafjarðar.
Elafði hann verið starfsmaður við verzlun 0. & W. á Austur-
landi og mætti vera, að hann hafi verið ráðinn til Siglufjarðar
í öryggisskyni, meðan Thaae var að losa sig við skuldbindingar
sínar gagnvart hinum fyrri eigendum verzlunarinnar. Þá tók