Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 22

Andvari - 01.01.1958, Page 22
18 Níels Dungal ANDVARI sem árum saman lifa hver í sínu homi, án þess að sjá nokkum kollega nema í svip, og heldur ekki geta talað saman á pappírn- um, fannst mér stela öllum framfara- og framkvæmdahug frá oss. Til þess að ráða bót á þessu, stakk ég upp á læknafundum, læknablaði og utanferðum, sem styrktar væru að einhverju leyti af almannafé. Annar þröskuldurinn var í mínum augum fáfræðin, sem að nokkru leyti stafar af einverunni og upphvatningarleys- inu, sem af henni leiðir. Eg áleit lestrarfélög og bókasöfn helztu ráðin við þessu. Þegar ég nú yfirvega, hvernig undirtektir þessar tillögur mínar hafa fengið hjá kollegum mínum í tvö undanfarin ár, þá er bersýnilegt, að þær hafa engan verulegan byr fengið. Ur læknafundi hefir ekkert orðið, þó reynt hafi verið að koma honum á; læknablaðið myndi fyrir löngu liðið undir lok, ef ég hefði átt að bíða eftir innihaldi í það frá kollegum, og utan- ferðum lækna hefir enginn hreyft. Lestrarfélag hefir verið reynt, en fallið um koll, mestmegnis fyrir hirðuleysi. f stuttu máli: Allar mínar tillögur hafa verið skornar niður“. Þótt örlög þessa fyrsta læknablaðs yrðu þau, að það hætti að koma út eftir þriggja ára tilveru, þá var það ekki vegna þess, að það væri ómerkilegt eða illa skrifað. Blaðið er bæði fróðlegt og vel skrifað og það svo, að garnan er að lesa það enn í dag. Tómlæti stéttarbræðra hans varð því að fjörtjóni og var von, að G. U. gæfist upp á að skrifa fyrir þá, sem svo lítinn áhuga sýndu. Blaðið kom út annan hvern mánuð, átta þéttskrifaðar síður í stóru áttablaðabroti. Hvergi sést betur áhugi G. H. fyrir læknisstarfinu og hve vakandi hann hefir verið í því að bæta læknisstarf sjálfs sín og annarra. Jafnframt gefur blaðið góða hugmynd um, hve geysimikil hreyting er orðin á sjúkdómum landsmanna á þeirri hálfu öld sem síðan er liðin. Þá eru barna- veiki, sullaveiki og berklaveiki mestu vandamál íslenzkra lækna. Hvað eftir annað er G. H. sóttur á bæ, þar sem barn er að kafna úr barnaveiki. Oftar en einu sinni má hann ekki vera að þvi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.