Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 45
ANDVARI
Brot úr verzlunarsögu II
41
árum. Má af ýmsu ráða, að verzlunin væri kaupmönnum misjafn-
lega ábatasöm á fyrstu áratugum fríhöndlunarinnar. Nú verður
ekki í efa dregið, að manni eins og J. L. Busch var fullkunnugt
um allt þetta. Og þótt hann væri sjálfsagt stærsti kröfuhafinn
í þrotabúi Schrams, myndi hann engan veginn hafa verið nauð-
beygður til að taka verzlunina í Höfða í sínar hendur, frernur
en hann taldi sér hagkvæmt. Bendir flest til þess, að stór-
kaupmenn í Kaupmannahöfn, er fóru með umboð fyrir verzl-
anir á Islandi, líkt og Busch hafði gert fyrir Höfðaverzlun, hafi
yfirleitt hagnazt sæmilega á þeim viðskiptum, þótt eigendur
verzlananna berðist í bökkurn og yrði, ýmsir þeirra, að gefast
upp. Víst er um það, að Busch leit svo á, að íslandsverzlunin
væri í sjálfu sér gróðavænleg hverjum þeim kaupmanni, er hefði
nægilegt fjárhagslegt bolmagn og væri ekki upp á aðra kominn
um innkaup vöru og sölu gjaldvörunnar. Saga verzlunarinnar
hér á landi á 19. öld sannar, að þetta var rétt skoðun. Oflug-
ustu og langlífustu verzlunarfyrirtækin hér voru yfirleitt eign
danskra stórkaupmanna. Hin áttu flest við fallvalt gengi að búa.
— J. L. Busch byrjaði feril sinn hér á landi árið 1788 á Djúpa-
vogi, en 1794 keypti hann ásamt H. C. Paas verzlun á ísafirði
af J. C. Donner, agent frá Altona. Hluta sinn í þeirri verzlun
átti Busch til ársins 1819 en seldi hann þá H. C. Paas. Þau
kaup gengu til baka 1824 og seldi ekkja hans verzlunina þá
Sass kaupmanni, er lengi rak verzlun vestra. En auk þessa er
nú var talið og hlutdeildar, sem Busch hafði í Höfða frá 1801,
átti hann verzlun í Keflavík frá um 1809, þótt rekin væri í
nafni annars manns, Hansens. Frá 1815 réð hann allskostar
yfir verzluninni í Höfða og Kúvíkum, og litlu síðar hóf hann
mikla verzlun á Akureyri. Síðar verður getið um verzlun hans
á Djúpávogi eystra. Má af yfirliti þessu ráða, að verzlun J. L.
Busch var gömul í hettunni og ærið umsvifamikil áður lyki.
Þótt flatt færi fyrir Chr. G. Schram í Höfða, vann hann
lengi síðan við verzlunina þar, í þjónustu J. L. Busch. Hafði
hann jafnframt bú í Spákonufelli, keypti þá jörð 1821. Átti