Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 61
ANDVARI
Brot úr verzlunarsögu II
57
við Guðmundur Brynjólfsson frá Hofsósi. Gegndi hann vei'zl-
unarstjórastarfinu til vors 1860. Virðist Guðmundur hafa verið
hinn ötulasti maður, en hann rnissti heilsuna og dó úr tæringu
á Siglufirði 13. marz 1861. Árin 1860—1864 var Magnús Bjöms-
son verzlunarstjóri á Siglufirði. Kom hann þangað frá Akur-
eyri og hvarf þangað aftur. Þá tók við verzlunarstjórastarfi í
Siglufirði Snorri Pálsson. Snorri réðst 18 ára gamall til verzl-
unarstarfa á Hofsósi, 1859, og þaðan kom hann til Siglufjarðar.
Snorri Pálsson var hinn mikilhæfasti maður og kemur hann all-
rnikið við sögu síðar, fyrsti kaupstjóri Gránufélagsins í Siglufirði.
Hiísavík. Undir lok hinnar gömlu einokunar var kaupmaður
í Húsavík Bjöm Thorlacius Halldórsson, biskups, Brynjólfs-
sonar. Samkvæmt meginreglu þeirri, er sölunefnd verzlunareigna
virðist hafa fylgt, myndi Björn hafa átt kost á að kaupa verzl-
unina í Idúsavík, en eigi varð úr því, heldur var kaupandinn
danskur maður, Peter Hansteen að nafni. Var hann áður kaup-
maður í Ólafsvík. Bjöm Halldórsson var þó enn um nokkur ár
faktor í Húsavík hjá Hansteen kaupmanni. Verzlunin í Idúsa-
vík sætti ýmsum skakkaföllum í skipsköðum, húsbruna og fleiri
óhöppum, enda var hagur Hansteens löngum valtur og varð
sölunefnd hvað eftir annað að hlaupa undir baggann með lán
og aðrar ívilnanir. Átti hann um þetta sammerkt með þeim
Hans Hjaltalín á Stapa, Peter Möller í Stykkishólmi o. fl. Gekk
svo á ýrnsu þar til vorið 1804, er sölunefndin neitaði að lána
Hansteen lengur og knúði hann til þess að afhenda verzlunina
firmanu 0rum & Wulff, enda var skuld Hansteens þá orðin
rúmir 20 þús. rd. Firmað 0rum & Wulff var síðan einrátt um
verzlun í Húsavík, þar til Kaupfélag Þingeyinga var stofnað
1882.
Fyrsti verzlunarstjóri á fríhöndlunaröld í Húsavík var Björn
Halldórsson, er fyrr var nefndur. Hann hætti störfum 1792 og
fluttist á eignarjörð sína Laxamýri. Andaðist hann þar 1794.
Tók þá við verzluninni Jón Pétursson, Jónssonar frá Ólafsvík,
og stjómaði henni um 12 ára skeið, til 1804, er eigendaskipti