Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 25

Andvari - 01.01.1958, Page 25
ANDVARI Guðmundur Hannesson prófessor 21 áratugum áður en G. H. skrifar þessar greinar, var samanlagt sparisjóðsfé landsmanna 14.000 kr. og aukningin hafði ekki verið neitt stórkostleg síðan. Þetta rit er vafalaust eitt hið merkasta rit, sem út kom hér á landi í byrjun þessarar aldar, og er áreiðanlegt, að margir gætu lesið sér það til gagns enn þann dag í dag. Höfundurinn hefur mál sitt með því að ræða um fátæktina, sem honum hefir orðið mjög starsýnt á, hvar sem hann hefir komið á landinu. Hvernig stendur á allri þessari eymd og óláni? spyr hann. Og hann svarar sér sjálfur: „Naumlega er rétt að skella allri skuldinni á landið og ókosti þess. Flestar jarðir hafa þá sögu að segja, að stundum hafa búið þar efnamenn, stundum fátæklingar, og lieldur elcki er það föst regla, að efnamennirnir búi á beztu jörðunum, sízt að þeir byrji búskap sinn á þeim. Orsökin liggur auðsjáanlega ekki í upprunalegum ytri hag, heldur, að undantekningunum undanteknum, í mönnunum sjálfum. Þó það sé margt, sem kann að draga menn niður í eymd og volæði, þá virðist mér það gnæfa yfir allt annað, að flestir þessara manna hafa hvorki ákveðið takmark né nægilegt sjálfstraust til þess að keffa að því, þrátt fyrir alla erfiðleika. Fátældingana skortir um fram allt viljaþrek og þar næst kjark. Þeir þora sjaldnast að hugsa sér hátt og komast þess vegna svo skannnt. Þeim finnst sér allt ofvaxið og telja sér trú um, að lífið bjóði ekki sér og sínum líkum annað en skortinn og ófrelsið. Það sé því ekki um annað að gera en sætta sig við það. Þeir hata eða öfunda í aðra röndina þá, sem betur eru settir, og dást að þeim í lúna, en að þeir geti sjálfir fetað í þeirra fótspor eða komizt jafnvel miklu lengra, það dettur þeim ekki í hug. Milli sín og þeirra finnst þeim rangsleitin forsjón hafa sett það djúp, sem ekki verði yfir komizt. Og ekki eru það heldur námsgáfur eða víðtæk þekking, sem gerir gæfumuninn, að minnsta kosti ekki hvað efni og ytri hag snertir. Ég hef oft kynnzt gáfnatregum og að ffestu leyti fáfróð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.