Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1958, Side 96

Andvari - 01.01.1958, Side 96
92 Þorkell Jóhannesson ANDVARI iélagsritin, Ný iélagsrit og Andvari síðan létu þetta efni ekkert til sín taka, enda var íslenzk bókaútgáfa fyrrum næsta fábrotin. Hins vegar birtu Gömlu félagsritin nokkurt sýnishorn af skáld- skap síns tíma, m. a. nokkur kvæði úr Paradísarmissi Miltons, í þýðingu síra Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Enn fremur þýðingu Benedikts Gröndals eldra á Musteri mannorðsins, eltir Pope, en þessi verk böfðu gagnger áhrif á íslenzkan kveðskap síðar, sem glögg merki verða til fundin í kvæðunt Bjarna Thorarensens, Sveinbjarnar Egilssonar og Jónasar Hallgrímssonar. 1 Nýjum féíagsritum birtust á sínurn tíma kvæði eftir Gísla Brynjúlfsson, Grírn Thomsen, Jón Þ. Thoroddsen, Benedikt Gröndal og Steingrím Thorsteinsson, og mun ýmsum liafa þótt að slíku nokkur smekkbætir, ofan á alla pólitíkina. Andvari birti líka kvæði, forn og ný, en lítið kvað samt að því. Mér myndi þykja alls kostar vel til fallið, að Andvari flytti eitthvað skáld- skaparkyns, en sjálfsagt vill bann vera vandlátur urn slíkt, enda tíðkast nú síður en fyrrurn, að skáld birti verk sín í blöðurn og tímaritum, heldur safna þau þeim í bækur. Má og vera, að slíkt sé búmannlegra. Ennþá munu ýmsir minnast þeirra daga, er þeir gátu vænzt þess, að hefti af Skírni eða Eim- reið færði þeim kvæði eftir Einar Benediktsson, Stephan G. Stepbansson, Guðmund Friðjónsson, Davíð Stefánsson eða jafn- vel sjálfan Mattbías Jocbumsson. Ég ætla, að þessi böfuðskáld hafi engan veginn skaðazt á þessurn viðskiptum, þótt ritlaunin væri ef til vill heldur linlega af höndum reidd — sem ég reyndar veit þó ekkert um, á aðeins erfitt nreð að hugsa mér hæfilega greiðslu fyrir kvæði eins og Kvöld í Róm, Egill Skallagrímsson, Fossaföll eða Kristján Jóhannesson, ferjumaður. Hin forna þjóðaríþrótt, Ijóðagerðin, þarf víðan vettvang og háan sess meðal allra þeirra, sem bókmenntum sinna, má aldrei einangrast ne skorðast við þann tiltölulega fámenna hóp, sem safnar ljóða- bókurn, ef vel á að fara um framtíð hennar og betur en nú horfir til.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.