Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 56
52
Þorkell Jóhannesson
ANDVARI
menn hefði fleiri verzlanir en eina á hverjum verzlunarstað,
sbr. opið bréf frá 7. apríl 1841. Víst er um það, að Gudmann
átti allmikið í verzlun þessari meðan Thyrrestrup lifði og tók
við henni aftur við fráfall hans, 1853. En 1855 keypti tengda-
sonur Thyrrestrups, J. G. Havsteen, verzlunina og rak hana til
1874, er hún lagðist niður. Keypti þá Gudmanns-verzlun húsin
til sinna þarfa.
Forstjóri verzlunar 0rum & Wulffs á Akureyri, er hófst
1833, var lengstum Edvard Eilert Möller. Gegndi hann starfinu
til 1893 eða í full 50 ár, og þótti verið hafa mikill heiðurs-
maður. Hann var tengdafaðir B. Steinckes og faðir Friðriks
Möllers, er síðast var póstafgreiðslumaður á Akureyri (d. 1932).
Hér var í stuttu máli gerð grein fyrir verzlun á Akureyri frá
1788 og fram um 1870 og getið nokkurra manna, er helzt koma
þar við sögu. Hér var Lynges-verzlun mestu ráðandi um nær
30 ára bil, til 1817, en síðan er Jóhann Gudmajin að mestu
einvaldur til 1833, er 0rum & Wulff koma til sögunnar. Stóð
svo fram um miðja 19. öld, að verzlanir þeirra Gudmanns og
0rum & Wulffs réðu öllu um verzlun á Akureyri og verzlunar-
stjórar þeirra, Mohr og E. E. Möller, svo sem glöggt kemur fram
í frásögu síra Þorsteins Pálssonar um viðskipti verzlunarfélags
Fnjóskdæla á fyrstu árum þess við Akureyrarkaupmenn. Dró
það sízt úr veldi þeirra Gudmanns-feðga, er þeir réðu einnig
yfir verzlun í Hofsósi og Grafarósi á árunum 1844—1851.
Árið 1857 urðu eigandaskipti að Gudmannsverzlun á Akur-
eyri, er sonur Jóhanns Gudmanns, Fr. C. M. Gudmann, tók
við verzluninni. Gudmann yngri virðist ekki hafa verið nándar
nærri eins mikill skörungur til stjórnar og fjárafla og faðir hans
hafði verið. Kemur og nú til þessarar sögu nýr maður, fulltrúi
Gudmanns yngra og félagi hans a. m. k. áður langt liði, harð-
duglegur kaupsýslumaður, C. Höpfner að nafni, er bráðlega
réð mestu um verzlunina og stefndi ákveðið að því að ná full-
um yfirráðum í verzlun allri á Akureyri og reyndar víðar norðan
lands. Arið 1866 keypti Höpfner verzlun 0rum & Wulffs á