Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1958, Side 56

Andvari - 01.01.1958, Side 56
52 Þorkell Jóhannesson ANDVARI menn hefði fleiri verzlanir en eina á hverjum verzlunarstað, sbr. opið bréf frá 7. apríl 1841. Víst er um það, að Gudmann átti allmikið í verzlun þessari meðan Thyrrestrup lifði og tók við henni aftur við fráfall hans, 1853. En 1855 keypti tengda- sonur Thyrrestrups, J. G. Havsteen, verzlunina og rak hana til 1874, er hún lagðist niður. Keypti þá Gudmanns-verzlun húsin til sinna þarfa. Forstjóri verzlunar 0rum & Wulffs á Akureyri, er hófst 1833, var lengstum Edvard Eilert Möller. Gegndi hann starfinu til 1893 eða í full 50 ár, og þótti verið hafa mikill heiðurs- maður. Hann var tengdafaðir B. Steinckes og faðir Friðriks Möllers, er síðast var póstafgreiðslumaður á Akureyri (d. 1932). Hér var í stuttu máli gerð grein fyrir verzlun á Akureyri frá 1788 og fram um 1870 og getið nokkurra manna, er helzt koma þar við sögu. Hér var Lynges-verzlun mestu ráðandi um nær 30 ára bil, til 1817, en síðan er Jóhann Gudmajin að mestu einvaldur til 1833, er 0rum & Wulff koma til sögunnar. Stóð svo fram um miðja 19. öld, að verzlanir þeirra Gudmanns og 0rum & Wulffs réðu öllu um verzlun á Akureyri og verzlunar- stjórar þeirra, Mohr og E. E. Möller, svo sem glöggt kemur fram í frásögu síra Þorsteins Pálssonar um viðskipti verzlunarfélags Fnjóskdæla á fyrstu árum þess við Akureyrarkaupmenn. Dró það sízt úr veldi þeirra Gudmanns-feðga, er þeir réðu einnig yfir verzlun í Hofsósi og Grafarósi á árunum 1844—1851. Árið 1857 urðu eigandaskipti að Gudmannsverzlun á Akur- eyri, er sonur Jóhanns Gudmanns, Fr. C. M. Gudmann, tók við verzluninni. Gudmann yngri virðist ekki hafa verið nándar nærri eins mikill skörungur til stjórnar og fjárafla og faðir hans hafði verið. Kemur og nú til þessarar sögu nýr maður, fulltrúi Gudmanns yngra og félagi hans a. m. k. áður langt liði, harð- duglegur kaupsýslumaður, C. Höpfner að nafni, er bráðlega réð mestu um verzlunina og stefndi ákveðið að því að ná full- um yfirráðum í verzlun allri á Akureyri og reyndar víðar norðan lands. Arið 1866 keypti Höpfner verzlun 0rum & Wulffs á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.