Andvari - 01.01.1958, Blaðsíða 75
ANDVARI
Kringum þjóðfundinn 1851
71
málum, en árangurslaust. Gekk nú ekki á öðru en fundahöld-
um, en allt kom fyrir ekki. Stiftsyfirvöldin vildu nú taka málin
vægari tökum, en rektor vildi láta vísa nokkrum nemendum úr
skóla, eða setja þeim vissa kosti. Hinn 17. jan. varð svo hið
fræga „Pereat", sem alkunna er. Hugmyndin að „Pereatinu"
var þannig til orðin, að einn nemendanna, Ólafur Gunnlaugs-
son, sem þá var brautskráður, hafði einnig verið í dönskum
skóla og sagði nemendum ýmsar sögur frá skólalífinu í útlönd-
um, einkum Þýzkalandi, m. a. að piltar hrópuðu „pereat“ fyrir
kennurum, er þeir vildu ekki hafa. Þannig hafði pereatshug-
myndin fæðzt og þroskazt í skólanum, samfara frelsishugmynd-
unum eftir 1848.
Kristján Kristjánsson frá Ulugastöðum var þá bæjar- og land-
fógeti. Rektor segir í skýrslu sinni, að eftir „pereatið" hafi nem-
endur setið við púnsdrykkju kvöld eftir kvöld heima hjá hon-
um, og grunaður hefir hann verið um að fylgja máli skóla-
pilta meira en sóma þótti manni í hans stöðu.
En nú bar fleira til tíðinda þennan vetur í Reykjavík. Svo
bar til í messulok sunnudaginn 10. febr., að sr. Sveinbjörn
Hallgrímsson, ritstjóri Þjóðólfs, kvaddi sér hljóðs og krafðist þess
vegna velferðar safnaðarins, að sr. Ásmundur Jónsson dómkirkju-
prestur segði af sér því embætti, svo að söfnuðurinn gæti fengið
annan prest. Bar hann því við, að kirkjan stæði auð og tóm
hvern helgan dag vegna þess, að ekki heyrðist til sóknarprests-
ins. Þetta tendraði nýjan eld í hugum bæjarbúa og skiptust
menn mjög í tvo hópa. Embættismenn urðu felmtri slegnir,
því að það var nýtt í sögunni, að gengið væri svona í berhögg
við þá stétt. Þeir biðu því ekki boðanna, heldur settust niður
og skrifuðu innanríkisráðherranum (Rosenöm) fréttimar, hver
sem betur gat, og fylgja þau bréf bér á eftir. Þau vom skrifuð
á dönsku, en eru birt hér í lauslegri þýðingu í heild, sökum
þess hve þau em merkilegar heimildir um það, sem var að
gerast á íslandi.