Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 71

Andvari - 01.01.1958, Page 71
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu II 67 Busch, en hann rekur á tímabili verzlun á Djúpavogi, í ísa- firði, Reykjarfirði, Höfðakaupstað og Akureyri, en losar sig við Djúpavog og Isafjörð um sama leyti og hann nær fullu tangarhaldi á Lyngesverzlun á Akureyri. Þessi verzlun er úr sögunni við andlát Busch 1822. Komu nú fram á sjónarsviðið þrjú fyrirtæki: Jóhann Gudmann, 0rum & Wulff og Chr. Thaae, er mestu réðu um verzlun norðan lands og austan frarn um 1870. Þeirra elzt var firmað 0. & W. og hafði það haft verzlun í öllum kauptúnum nyrðra og eystra frá Siglufirði til Djúpavogs, en meginstaðir þess mikla fyrirtækis voru alla tíð verzlanir þess í Húsavík, Vopnafirði og á Djúpavogi. Jóhann Gudmann hafði hins vegar höfuðstöðvar sínar á Akureyri, en náði síðar undir sig Hofsósi og Grafarósi og þar með allri verzlun í Skagafirði, en eigi stóð það lengi, enda var hann tekinn fast að eldast er dró fram um 1850. Kom það í hlut Gudmanns yngra og félaga hans og eftirmanns C. Höpfners að reisa við merki Gudmanns eldra, m. a. með því að ná undir sig verzlun í Höfðakaupstað 1861 og síðar á Blönduósi, en sú saga liggur að mestu utan þess tímatakmarks, sem söguþáttur þessi er við miðaður. Einkenni- legastur er verzlunarferill Chr. Thaae. Hann byrjar sem kaup- stjóri 0rum & Wulffs á Djúpavogi 1826—1840. Árið 1845 kaupir hann Siglufjörð og Raufarhöfn af 0. & W. og 1846 byrjar hann að verzla í húsum ísfjörðsverzlunar á Eskifirði til 1851, en þá er sú verzlun niður lögð. Árið 1852 kaupir hann svo Elofsósverzlun af Gudmann eldra. Allar þessar verzlanir á hann síðan og rekur fram um 1870. [Heimildir: Skjöl í Ríkisskjalasafni Dana og Þjóðskjalasafni].
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.