Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 29

Andvari - 01.01.1958, Page 29
ANDVAHI Guðmundur Hannesson prófessor 25 því frá. Þótt hann væri einhver allra skeleggasti sjálfstæðis- maðurinn, þá vildi hann samþykkja frumvarpið. Við áttum tal um þetta mál oftar en einu sinni, meðan við kenndum saman við háskólann. Hann sagði, að við hefðum átt að samþykkja frumvarpið. 1 því var svo mikið fengið frá því sem verið hafði, að það var óhyggilegt að slá því frá okkur, sagði hann. Við gátum alltaf seinna komið frarn með nýjar luöfur og hefðum fengið þeirn framgengt. En þegar við slógurn hendinni á móti þessu, sem Dönum fannst mjög vel boðið, fyrtust þeir við og leið langur tími, unz unnt varð að taka málið upp aftur. Þegar Guðmundur Bjömsson, sem verið hafði héraðslæknir í Reykjavík, var skipaður landlæknir, sótti Guðmundur Idannes- son urn héraðslæknisembættið í Reykjavík og var veitt það 1907. Jafnframt varð hann kennari við læknaskólann í líffærafræði og yfirsetufræði og sat það sem eftir var ævinnar í Reykjavík. Reykjavíkurárin. Þegar G. H. kemur til Rvíkur, er hann maður á bezta aldri, 41 árs gamall. Hann var löngu orðinn frægur um allt land fyrir lækningar sínar og fékk því fljótt nóg að gera. Ekki munu honum hafa líkað alls kostar vinnu- skilyrðin á þ ví eina sjúkrahúsi, sem þá var í Reykjavík, því að eftir að hafa gert nokkrar skurðaðgerðir þar, hætti hann með öllu að fást við skurðlækningar. Hann hafði nóg að gera í héraðslæknisembættinu, með öllum þeim ferðalögum sem því fylgdu, og sjúklingastraumurinn til hans var mikill, hvaðanæva af landinu. Fyrstu 3 árin í Reykjavík bjó G. H. í Bröttugötu, en síðan reisti hann sér vandað hús, rétt við Landsbókasafnið, °g þar sem hann var sinn eigin húsameistari, tók það einnig töluverðan tíma frá honum. Þegar háskólinn var stofnaður, 1911, var Guðmundur Hannesson gerður að prófessor og kenndi síðan líffærafræði og heilhrigðisfræði alla tíð, en um tíma líka yfirsetufræði. Glöggt Varð þess vart, einkum cr fram liðu stundir, að þótt hann hefði Iagt mikla rækt við líffærafræðina og væri mjög vel að sér í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.