Andvari - 01.01.1940, Side 26
22
Bjarni Benediktsson
ANDVABI
haldizt jafnríkur um þau réttindi, sem enn hafa verið óheinit
í hendur þjóðarinnar.
Það er nauðsynlegt, að menn geri sér ljóst, að þetta tvenns
konar viðhorf er ekki nýtt, heldur hefir haldizt frá því
Islendingar hófu fyrst sjálfstæðisbaráttu sína. Því að eins geta
menn metið rétt þá vantrú, sem hjá sumum hefir hin síðari
ár komið fram á því, að íslendingar verði þess megnugir, að
taka einir alger umráð yfir öllum málum sínum, að þeir gerl
sér ljóst, að sams lconar vantrú á getu landsmanna hefir áður
komið fram um allar þær réttarbætur, sem þegar eru fengnar
og nú þykja sjálfsagðar.
En þótt óttinn um getuleysi landsmanna sé ekki nýr, Þa
er auðvitað ekki fyrir það að synja, að þó að hið ótrúlega
hafi blessazt fram að þessu, þá sé engan veginn vist, að svo
verði einnig hér eftir, einkum ef öllum sértengslum við hið
gamla yfirráðaríki verður slitið. Það er þvi alveg víst, að Þ°
að sagan sjálf virðist hafa markað íslendingum alveg hik-
laust þá leið, að þeir ættu að taka fullt sjálfstæði, þegar er
þeir máttu, og þótt Alþingi og rikisstjórn hafi marglýst yfir>
að þessi væri ásetningur þeirra, þá mundi alger uppsög11
sambandslaganna eftir árið 1943 engan veginn hafa orðið
ágreiningslaus, ef eklcert sérstakt hefði í skorizt.
En nú hafa þeir atburðir orðið, sem hljóta að eyða öllun1
ágreiningi í þessu efni. Á síðari árum hefir því einkurn
verið haldið fram til styrktar sambandinu við Dani, að ÞeU
veittu oss mikið öryggi gegn því, að aðrar þjóðir, °sS
síður vinveittar og þeim ágengari, tækju landið undir sig-
Öðrum, sem að vísu hefir verið varnarleysi landsins jafu-
Ijóst og hinum, hefir aftur á móti ekki skilizt styrkunnn
af vernd Dana. Þeir hafa munað, í hvílíka hættu landsnienn
komust í Napoleonsstyrjöldunum, vegna þátttöku Dana 1
þeim. En þá hlífðu Englendingar landinu við hernaðarað-
gerðum og birgðu það um skeið upp að nauðsynjum, þó a
það tilheyrði þá óvinarílci þeirra og því hefði frekar mátt bu-
ast við af þeim fjandskap en slíku drenglyndi, sem þeir sýndu
þá. Mönnum hefir einnig verið kunnugt um þá frásögu