Andvari - 01.01.1940, Page 44
40
Jónas Jónsson
andvabi
III.
Nú er sennilegt, að mörgum þyki ástæða til að spyrja;
„Var nokkur ástæða til að stofna ríkisforlag á íslandi?
Mátti ekki una við þá bókaútgáfu, sem einstakir menn og
félög stóðu að?“
Þessar spurningar eru eðlilegar, og það er óhjákvæmilegt
að svara þeim undandráttarlaust.
Islendingar hafa verið bókaþjóð frá því að bókagerð hófst
í landinu. Þrátt fyrir mikla fátækt, dreifingu smáþjóðar uffl
stórt land og margháttaða erfiðleika, hafa Islendingar öldum
saman lagt mikla stund á að semja bækur, gefa út bækur,
eignast bækur og lesa bækur. Það má segja, að þetta ástand
hafi haldizt fram að verðhækkun þeirri, sem gerðist í sana-
bandi við ófriðinn 1914—1918. Síðan þá má fullyrða, að ís-
lendingar séu orðin bókasnauð bókaþjóð. Það er þjóð, sem
unni bókum, en taldi sig ekki hafa efni á að eignast þ®r.
Ef nú er farið um byggðir landsins eða heimsótt heiniih
verkamanna og sjómanna í kaupstöðum og kauptúnum,
kemur í ljós, að mikill meiri hluti þessara heimila er hættur
að kaupa bækur í því skyni að halda þeim saman á þann
hátt, að um skipulega bókaeign sé að ræða. Á slíkum heimil'
um er til ein og ein bók, stundum gjöf frá hátíðlegum tæki-
færum. Allvíða eru til einstaka bækur, sem svo að segja hefir
skolað í land, án þess nokkur hafi um þær beðið. Lestrar-
félögin eru hjálparhella manna. I þau er keypt meira eða
minna af því, sem gefið er út árlega. Lestrarfúsari hluti
þjóðarinnar notar þessar lánsbækur, en kaupir sama og
ekkert fyrir heimilin sjálf. Þar sem lestrarfélög eru ekki,
eða mjög vanmáttug, fer meginþorri fólksins á mis við
vitneskju um það, sem gefið er út árlega.
I meira en tuttugu ár hefir sú trú verið að myndazt, að
bækur væru svo dýrar, að þær væru ekki kaupandi, nema
fyrir mjög efnað fólk. Þó kastaði fyrst tólfunum, þegar
komið var að bókbandinu. Alþingistíðindi, sem ríkið selur
á fimm krónur árganginn, kosta oft rúmlega 40 krónur,
þegar búið er að binda þau.