Andvari - 01.01.1940, Síða 45
andvari
Hin nýja bókaútgáfa
41
Sú dýrtíð, sem hin fyrri heimsstyrjöld skapaði, hefir eyði-
lagt hin gömlu bókakaup þjóðarinnar. Prentun, pappír, en
alveg sérstaklega bókband og hinn hái kostnaður við sölu og
dreifing bóka, er orðið múrveggur, sem aðskilur allan þorra
b°rgaranna frá bókakaupum til heimilisþarfa.
Mönnum getur þótt þetta undarleg staðreynd, þegar þess
ey gætt, hve mikið er prentað árlega hér á landi. Lestrar-
félögin kaupa vitaskuld nokkuð af þvi, sem helzt þykir
kveða að. Einstakir efnamenn, helzt í bæjunum, ltaupa
^ækur til að fylla skápa sína. Það styður markaðinn, en
hefir fremur litla almenna þýðingu. Þá hefir á síðustu ár-
Uln hafizt ný bókagerð, til tækifærisgjafa. Siðan erfitt var
s°kum gjaldeyrisskorts að flytja inn erlenda skrautgripi úr
ffýrum málmum, hafa margir tekið upp þann sið að gefa
Sem tækifærisgjafir dýrar bækur í góðu bandi. Á þann hátt
sýndi gefandinn rausn sína, en viðtakandi sinnir oft lítið
Uru innihald bókanna.
Þe gar Menntamálaráð ákvað að hefja bókaútgáfu að nýju,
var það í því skyni að hjálpa til að mynda lítil en þó
býðingarmikil bókasöfn á þúsundum heimila um allt land.
^ orgöngumennirnir vonast eftir, að þar sem farið væri að
kalda saman og vernda bókaeign, þótt eklci væri um mikið
að ræða, þá yrði aukið við annars staðar að. Á þessu byggist
Slf von, að bókaútgáfa Menntamálaráðs muni verða til að
greiða götu annarra bókaútgefenda. Reynslan ein sker úr í
tessu efni.
IV.
Menntamálaráð ákvað að hefja útgáfustarfsemi sína árið
*940. Skyldi árgjaldið vera 10 krónur, en fyrir það koma
ookaforði með fjölbreyttu efni, sem væri meiri og aðgengi-
legri en annars staðar væri hægt að fá fyrir svo lítið gjald.
^efndin hugðist að koma útgáfunni í þetta horf sumpart
með stuðningi af ríkisstyrk, er hún hafði til umráða, og
a® nokkru leyti með góðu skipulagi á útgáfu og sölu bókanna.
En þegar hér var komið sögu, kom til athugunar, hvort