Andvari - 01.01.1940, Síða 47
ANDVARI
Hin nýja bókaútgáfa
43
°g Jónas Jónsson, komu á aðalfund Þjóð\inafélagsins með
tiilögu í þessa átt. En henni var ekki vel tekið. Var málinu
fiestað, sett í það nefnd og hafðir tveir umræðufundir. Urðu
harðar deilur á báðum fundunum. Kom í Ijós, að til voru ekki
fáir menn í þinginu, sem voru því mjög mótfallnir að efla
Þjóðvinafélagið með fjármunum Menntamálaráðs. Fremstir
1 þessum flokki voru þingmenn Kommúnistaflokksins. Þeir
höfðu um nokkur ár haft allmikla útgáfustarfsemi til fram-
öráttar flokki sínum. Mátti heita, að önnur hver bók, er þeir
gáfu út, væri áróður fyrir flokk þeirra og stjórnarform
ftússa, en þess á milli nokkrar bækur að mestu eða öllu
hlutlausar um landsmál. í skjóli þessara hlutlausu bóka
reyndu þeir að koma áróðursritum sínum inn á heimili hjá
fólki, sem ekki uggði að sér, að hér var um að ræða sérstaka
sefjun þjóðarandans með framandi og sundrandi áhrifum.
Kommúnistar þóttust sjá ekki alllitla hættu fyrir útgáfu-
fyrirtæki sín, ef Menntamálaráði heppnaðist sú nýbreytni,
seni hér hefir verið sagt frá. Þá var mótstaða frá mönnum
1 öðrum flokkum, þar sem um var að ræða sérhagsmuni
nianna, sem vinna að þýðingum eða bókasölu. Loks komu
ffl fylgis við andstæðinga Menntamálaráðs einþykkir menn
°g duttlungafullir, sem áttu erfitt með að sætta sig við ný-
^æli frá öðrum inönnum.
Til þess að forðast deilur og flokkadrætti um málið, var
akveðið að Iáta fyrirtækin halda áfram hvort undir sínu
nafni, en fresta að tengja þau saman, með því að sömu menn
v®ru í meiri hluta stjórnar beggja fyrirtækjanna. Pálini
ffannesson var í báðum stjórnunum og formaður Þjóðvinafé-
fálagsins. Hann baðst undan endurkosningu í Þjóðvinafé-
faginu og mæltist til, að formaður Menntamálaráðs, Jónas
áónsson, yrði kosinn í sinn stað í stjórn Þjóðvinafélagsins, í
l5vi skyni að tengja bæði fyrirtækin saman svo náið sem unnt
)ar, úr því ekki tækist skipulagsleg samvinna. Kommún-
lstuni og bandamönnum þeirra líkaði þetta stórilla og gerðu
fanitök við menn úr öðrum flokkum, sem voru lausir á velli
1 andstöðu við ofbeldisstefnu kommúnista. Varð þeim svo