Andvari - 01.01.1940, Page 58
54
Hin nýja bókaútgáfa
andvahi
En þessi greinagerð mun þó sýna stuðningsmönnum hinnar
nýju útgáfu aðalstefnuna í málinu. Tilgangurinn er að skapa
heimilisbókasöfn um allt land, þar sem heima eigi skemmt-
andi og fræðandi bækur. Þessi útgáfa spillir ekki fyrir frum-
sönidum verkum íslenzkra höfunda, eða fyrir útgáfu þeirra.
Stjórn Þjóðvinafélagsins og Menntamálaráð leita til ákveð-
inna manna um ákveðin verk, þýdd eða frumsamin. Góð
skáld munu sennilega leita með úrvalsljóð sín í Andvara, en
annars verður þessi útgáfa ekki í vegi forleggjara, af því að
verkefni hennar er nýtt og að kalla má algert landnám,
utan við verksvið núverándi rithöfunda og útgefenda.
En það hlýtur að vera öllum þjóðræknum mönnum gleði-
efni, að svo vel hefir verið tekið á móti hinni nýju útgáfu-
starfsemi. Af því má sjá, að þjóðin vill eiga og lesa bækur.
Hin nýja útgáfa verður brautryðjandi í því að opna heimihn
að nýju fyrir góðum bókum. Síðan verður það hlutverk
einkafyrirtækjanna og einstakra rithöfunda að bæta við u
bókamarkaðinn þeim ritverkum, sem þjóðin verður hrifin af
og bætir við í hillur hinna vaxandi hókasafna heimilanna-