Andvari - 01.01.1940, Síða 62
58
Jóhann Sæmundsson
andvabi
fullorðna, 10—15 ára þrjá fjórðu hluta, en unglingar eldn
en 15 ára saina og fullorðið fólk.
Þessar tölur eru meðaltalstölur og sýna nokkurn veginn,
hve mikið næringarniagn — talið í næringareiningum
maðurinn þarf, til þess að halda holdum og endurbæta slit
líkamans, halda á sér hita og inna af hendi misjafnlega
erfið störf.
Þetta næringarmagn verður hann að fá úr kolvetnum, fi^u
og eggjahvítuefnum. Hlutfallið milli þessara næringarefna i
fæði meðalmanns við miðlungs vinnu má vera svipað þessu:
Fita 100 grömm ........... — 930 næringareiningar á dag
Eggjahvítuefni 100 grömm — 410 —„— -
Kolvetni 400 grömm........ — 1640 —,,— — jýj
Samtals 2980 næringareiningar á dag
Enda þótt þessar tölur séu settar hér fram, er það engan
veginn ætlunin að fara þurfi bókstaflega eftir þeim. Þær eru
aðeins tilgreindar til leiðbeiningar. Reynsla einstaklinga og
heilla þjóða hefir sýnt og sýnir, að allmjög má víkja fm
slikum reglum, án þess að vanheilsa hljótist af.
Það er hægt að mæla tekjur og útgjöld líkamans all-na-
kvæmlega, og þegar um það er að ræða, hvernig fæðan eig1
að vera samsett, er augljóst, að hún verður að geta bætt
likamanum öll útgjöld, því annars mundi hann fljótlega
ejrða frá sjálfum sér.
Maður, sem vinnur miðlungs-vinnu, lætur frá sér allt að
280 grömm af kolefni á dag í kolsýru loftsins, er hann andar
frá sér. Af köfnunarefni lætur hann frá sér 15—18 grönarn
á dag með þvaginu sem þvagefni og þvagsýru og nokkuð
með svitanum. Þetta köfnunarefni kemur sumpart úr fæð-
unni, en að verulegu leyti kemur það fyrir slit ýmissa vefja-
Ef reynt væri að lifa á eintómri fitu eða sykri, væri að
vísu auðvelt að láta líkamanum í té nægan fjölda næringar-
eininga og kolefni til brennslu, en mikið vantaði þó á, að
sú fæða væri fullkomin. Líkaminn fengi þá ekkert köfn-
unarefni og yrði því að taka það hjá sjálfum sér, eyða vöðv-