Andvari - 01.01.1940, Page 65
andvari
Næringarþörf manna
61
inn verður að fá úr fæðunni, er nauðsynlegt, að neytt sé
fjölbreyttra eggjahvítutegunda.
Það er því sérstök ástæða til að vara við alltof einhliða
i'æði, að því er varðar eggjahvituefnin, eins og tíðkast hjá
heittrúuðum jurtaætum. Að vísu er það mikil bót, ef mjólkur
eða injólkurafurða er neytt að mun jafnframt jurtafæðunni,
því mjólkureggjahvíta er mjög góð og gild, eins og ráða má
af því, að móðir náttúra ætlar hana ungviðinu eingöngu
íi'aman af ævinni. Gildi eggjahvítuefnanna sem fæðu fer
eftir því, hve margar af hinum lífsnauðsynlegu amínósýr-
•un hvert þeirra hefir að geyma og það er skoðun manna,
að eggjahvítuefnin úr dýraríkinu standi þeim framar, sem
fást úr jurtaríkinu.
Eggjahvítuefnin eru lífsnauðsynleg sem fæða eins og tekið
hefir verið fram, ef vefir líkamans eiga að ná fullum þroska
^eðan á vextinum stendur, og einnig til viðhalds fullvöxnum
líkamsvefjum. Líkaminn safnar yfirleitt ekki eggjahvítuefn-
am í forðabúr, eins og fitu og kolvetnum. Hann brennir því,
sem umfram er þarfirnar, til endurnýjunar vefjunum, og
getur því eggjahvita gert sama gagn og fita og kolvetni sem
orkugjafi, enda getur líkaminn breytt eggjahvítuefnum i
þessi efni, ef á þarf að halda.
Líkaminn gætir þess að halda köfnunarefnisjafnvægi,
þannig að sé mikils neytt af eggjahvítu, örvast efnaskipti
h'kamans. Rétt er að geta þess, að líkaminn heldur eftir
nokkru köfnunarefni, þ. e. skilar minnu frá sér en hann
fær í fæðunni meðan hann er að vaxa og sömuleiðis eftir
svelti og í afturbata eftir sjúkdóma. Stafar þetta af þvi, að
nýmyndun á frumum á sér stað. Þegar þannig stendur á,
er því þörfin fyrir eggjahvítuefni meiri en ella. Sama máli
8egnir um verkamenn og íþróttamenn, er jafnan fá sterka
°g mikla vöðva. Hins vegar fær enginn stæltari vöðva, þótt
hann borði mikið kjöt, ef hann reynir ekki á sig. Eggja-
hvítuneyzla og vinna — eða íþróttir — verða að haldast í
hendur, til þess að þroska vöðvana.